Arnar sér ekki eftir ummælum sínum: „Bara nokkuð sáttur“ Valur Páll Eiríksson og Aron Guðmundsson skrifa 5. júní 2023 13:00 Arnar á hliðarlínunni gegn Breiðabliki Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta, sér ekki eftir ummælum sínum í hitaviðtali sem hann fór í á Stöð 2 Sport strax eftir baráttuleik gegn Breiðabliki á dögunum þar sem að sauð upp úr. Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira