Draumurinn um minni brjóst varð loksins að veruleika Íris Hauksdóttir skrifar 7. júní 2023 07:00 Júlíanna gekkst undir aðgerðina í fyrradag og segir hana hafa gengið ljómandi vel. Eitt kíló tekið af hvoru brjósti. Hún þakkar stuðninginn. Júlíanna Ósk Hafberg myndlistarkona setti nýverið af stað söfnun til styrktar brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst undir á dögunum. Hún segir stór brjóst oft og tíðum ganga í erfðir og eftirspurn eftir aðgerðum gríðarlegar. Aðgerðin gekk vel. Júlíanna útskrifast með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum nú í júní en er að eigin sögn þúsundþjalasmiður. „Ég er með mikla og mismunandi reynslu. Til að mynda gráðu frá skapandi leiðtoga- og verkefnastjórnunarskólanum Kaospilot í Danmörku, ásamt því að hafa tekið BA í fatahönnun í LHÍ. Gekk í sömu fötunum í heilt ár Bæði sem manneskja og listakona trúi ég á máttinn sem felst í berskjöldun og að greiðasta leiðin að samkennd sé að deila sögum af okkur sjálfum, að tjá tilfinningar sínar opið og einlægt. Ég notast við þessa berskjöldun í minni list því mér finnst vanta meira af henni í samfélaginu okkar. Ég nálgast hlutina með mikilli mýkt og umhyggju. Það geri ég í gegnum lita- og efnisval, þó að baki liggi kannski þyngri tilfinningar og skilaboð. Ég er líka uppreisnargjörn og aðgerðarsinni í grunninn og leyfi mér að taka hlutina skrefinu lengra.“ Sem dæmi um það mætti Júlíanna í sömu fötunum í heilt ár meðan hún stundaði nám sitt við Listaháskólann. „Þegar ég var í námi við fatahönnun gekk ég í sömu fötunum í heilt ár til að vekja athygli á neysluhyggju okkar og sjálfbærni. Gjörningur sem var bæði undirstaða að lokaverkefni mínu og BA ritgerðinni minni.“ Komin í kynþokkafulla brjóstahaldara ellefu ára Sjálf fékk Júlíanna brjóst ung að árum og stækkuðu þau á ógnarhraða. Júlíanna Ósk Hafberg var viðmælandi Dóru Júlíu í síðustu þáttaröð af Kúnst.Vísir/Vilhelm „Ég var ellefu ára komin í spangarbrjóstahaldara langt á undan öllum vinkonum mínum. Í grunnskóla var ég komin í E skálar. Þá þurfti ég að fara með mömmu í undirfataverslun þar sem við keyptum á mig tvenna mjög kynþokkafulla blúndubrjóstahaldara. Ástæðuna má rekja til þess að ég passaði ekki í neina af þeim sem voru seldir þar sem ungar stelpur keyptu sér undirföt.“ Með króníska vöðvabólgu frá kynþroskaaldri Júlíanna varðveitir brjóstahaldarana enn í dag og segir þá sína kynþokkafyllstu fyrr og síðar. „Það er náttúrulega galið. Á svipuðum tíma byrjaði ég að fara reglulega til sjúkraþjálfara vegna vöðvubólgu í hnakka og öxlum, eitthvað sem hefur fylgt mér síðan þá. Ég hef verið með króníska vöðvabólgu alla tíð síðan ég varð kynþroska. Hausverkir og stirðleiki, aum og boginn og bólgin. Á endanum leitaði þetta svo upp í kjálka og ég fór að gnísta tönnum. Ég er stöðugt að braka í kjálkunum og hef undanfarin ár sofið með góm til að reyna að slaka spenntum kjálkanum til að verja tennurnar mínar frá gnístinu.“ Júlíönnu dreymdi um að fara í brjóstaminnktun um leið og hún vissi að möguleikinn væri fyrir hendi.aðsend Draumurinn um brjóstaminnkun kviknaði um leið og Júlíanna gerði sér grein fyrir að möguleikinn á slíkri aðgerð væri fyrir hendi. „Mig hefur dreymt um að fara í brjóstaminnkun síðan ég vissi að það væri hægt, sem var um tvítugt. Það var svo í fyrra sem ég fann að nú væri komið að þessu. Þegar ég var ákveðin í að fara í aðgerðina vissi ég strax að mig langaði að ná að tjá þessa byrði sem það er að bera blessuð brjóstin. Þá kviknaði hugmyndin að taka af þeim mót. Ég fór fram og tilbaka með hugmyndir um hvernig ég gæti sýnt þyngdina á þeim. Mig langaði að kalla fram myndmál sem gæti fengið hvern sem er til að skilja þá byrði sem það er að vera kona með stór brjóst hangandi framan á sér.“ Júlíanna byggði verk sitt á orðum sem byrja á B og tengjast brjóstum. aðsend. Júlíanna hóf ferlið með því að taka mót af brjóstum sínum sem sýningarverkefni hennar. „Þegar tekið er mót af líkamanum er oft notast við efni sem kallast Alginate. Sama efni og tannlæknar nota til þess að taka mót af gómnum og tönnum. Þetta efni er frekar þunnt og sílíkonlegt. Þegar maður hefur borið það á sig þarf að setja hressilegt lag af gifsi og grisjum til þess að alginate-ið nái að halda réttu formi þegar það er tekið af.“ Líflaus og buguð á borðinu Í stað þess að setja gifslagið utan um sig ákvað Júlíanna að leggjast flatt á borðið. Mótið hafði því ekki þann stuðning sem það þurfti til þess að ná ‚eðlilegri‘ afsteypu af brjóstunum. „Það flattist þarna út, líflaust og bugað, á borðinu. Síðan hellti ég í það þungu gifsi sem afmótaði mótið ennþá meira og varð loka útkoman því þessi buguðu brjóst, stuðningslaus og uppgefin.“ Verk Júlíönnu eru byggð á ævisöguljóði sem hún skrifaði um reynslu sína af því að hafa borið blessuð brjóstin.aðsend Verk Júlíönnu er byggt á löngu, einskonar ævisöguljóði sem hún skrifaði um reynslu sína af því að hafa borið blessuð brjóstin. „Já ég segi þar frá því þegar ég fékk þau rosa ung og þegar við mamma fórum þarna í undirfataverslunina. Fyrsta upplifunin af því að vera kyngerð og hlutgerð af fullorðnum manni þegar ég var 15 ára. Drusluskömmuð í menntaskóla fyrir að vera í flegnum bol sem og líkamlegri byrðinni og átökunum sem þeim fylgja á líkamann og heilsuna. Ljóðið og verkið lýsir þannig líkamlegri, andlegri og samfélagslegri byrði þess að vera kona sem þarf að bera blessuð brjóstin. Og allar ólíku hliðarnar sem það hefur í för með sér.“ Verkið er lokaverkefni Júlíönnu í meistaranámi í myndlist og var hluti af útskriftarsýningunni í Nýlistarsafninu sem bar heitið Athöfn/Ceremony. Júlíanna mætti í gegnsæum bol á opnuna og segir það hafa verið ákveðið uppgjör við brjóstin sín á svo marga vegu.aðsend „Ég mætti í gegnsæum bol á opnuna. Það var eitthvað við það að hafa unnið þetta verk og átt í uppgjöri við brjóstin mín á svo marga vegu. Mér fannst ég ekki geta spennt þau inn í stífa brjóstahaldara og klætt þau af mér eins og ég var vön að gera. Ég leyfði þeim því að hanga og sjást, enda voru brjóstin mín nú þegar til sýnis á sýningunni.“ Persónulegur gjörningur fylgdi verkinu Júlíanna segir persónulegan gjörning hafa fylgt ferlinu en það sem kom henni mest á óvart var hvað allt reyndist auðvelt. „Ég fór í kjölfarið að velta því fyrir mér hvað okkur sem konum er kennt að fela marga hluti sem fylgja því að vera kona. Eins og að læðast til að sækja túrtappa og fela hann í lófanum. Taka verkjalyf í hljóði gegn mánaðarlegum túrverkjum og gera okkur almennt smærri - ekki of kynferðislegar. Allt samt hlutir sem við erum einhvern veginn ekki að gera fyrir okkur sjálf, heldur blygðunarkennd annarra? Ekki vera of ögrandi, of mikið svona eða hinsegin. Þetta stöðuga kvenlega impostor syndrome. Öll þessi kvenlegu leyndarmál.“ Útkoman urðu þessi buguðu brjóst, stuðningslaus og uppgefin.aðsend Eftir að hafa sökkt sér í rannsóknarvinnu um aðgerðina áttaði Júlíanna sig betur á umfanginu því mun fleiri konur kljást við sama vanda en hana grunaði. „Ég fann fljótt hvað margar konur voru á sama stað og ég. Það er til Facebook hópur þar sem konur pósta daglega um svona aðgerðir, fá ráð og meðmæli. Eftir að ég póstaði verkinu mínu hef ég fengið ótal skilaboð frá konum sem tengja við þetta ástand sem og konur sem hafa farið í gegnum þetta sama ferli.“ Kröfur BMI um stuðul kvenna ráða úrslitum Sjúkratryggingar taka þátt í niðurgreiðslum á brjóstaminnkun með skilyrði um að lágmarki séu tekin 500 grömm úr hvoru brjósti. Flestar konur kjósa þó að fara í aðgerð hjá einkaaðila þar sem kerfin eru ströng og löng. „Biðlistinn hefur verið langur á Landspítalanum. Þau hafa leyft sér að setja kröfur um BMI stuðul kvennanna til þess að reyna að sía frá og halda biðlistanum í skorðum, sem er þó þegar allt að þrjú ár. Ég hef heyrt að þetta stafi af því að það sé skortur á fjármagni á Landspítalanum og því ekki nægilega margar skurðstofur til þess að sinna öllum þeim aðgerðum sem þar eru gerðar. Svona brjóstaminnkanir detti því aftast á listann á eftir öllum þeim bráða og lífsnauðsynlegum aðgerðum, sem auðvitað er skiljanlegt.“ Heilu kynslóðirnar fara í gegnum samskonar aðgerð Eru konur í dag að leita meira á einkastofur? „Já ég myndi segja það. Það hefur aukist mikið undanfarin ár að konur gefist upp.“ Sjálf segir Júlíanna það fráleitt að setja strangari BMI reglur á konur í stoðkerfisvanda vegna brjóstanna sinna. „Það er miklu frekar genatengt að fá stór brjóst en að fólk fitni og fái í kjölfarið stór brjóst. Enda fara heilu kynslóðirnar í svona aðgerðir og maður heyrir mikið talað um ömmur og mömmur og langömmur í þessu samhengi. Svo hafa þau líka áhrif á hreyfigetu og fleira. Sjálf hef ég rokkað upp og niður í þyngd í gegnum árin en alltaf verið með sömu stóru brjóstin.“ Eftir að hafa eytt rúmum 180 þúsund krónum á einu ári til kírópraktors ákvað Júlíanna að segja stans.aðsend Undanfarin tvö ár hefur Júlíanna glímt við þyngdaraukningu sem aukaverkun á lyfi sem hún hefur tekið og gafst í kjölfarið upp á að reyna að passa í kassann sem Landspítalinn setur. „Eftir að ég reiknaði saman að ég hafði eytt um 180 þúsund krónum á einu ári í að fara til kírópraktors ákvað ég að bíða ekki neitt lengur með þetta, en þessar aðgerðir eru að kosta að meðaltali milljón hjá einkaaðilum í dag. Ég ákvað því að setja af stað fjáröflun fyrir aðgerðina mína og útbjó boli, klúta og prent til sölu þar sem allur ágóðinn rennur í að borga fyrir aðgerðina. Ég hafði aldrei farið á einhver stór íþróttamót þegar ég var krakki og því ekki staðið í þessum hefðbundnu fjáröflunum. Ljóðið sem ég skrifaði um brjóstin endar á línunum ‚jæja konur og karlar, ég get þetta ekki lengur, má bjóða ykkur brjóst til sölu?‘ og er það einmitt það sem mér finnst ég vera að gera – selja af mér brjóstin.“ Fram kom á Instagram-síðu Júlíönnu á þriðjudag að aðgerðin hefði genegið lygilega vel. Hún þakkar kærlega fyrir stuðninginn, þó ekki frá heilbrigðiskerfinu eða Sjúkratryggingum, en minnir á vefsíðu sína og afsláttarkóðann 'boobs'. Tímamót Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir „Átti að hafa borðað elskhuga í morgunmat því hún var komin með leið á honum“ „Grýla hefur oft verið nefnd fyrsti femínisti Íslands. Hún var rosalega kraftmikil og lifandi og átti fullt af elskhugum. Þá byrjuðu þessar sögusagnir um hana,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Berglind Rögnvalds, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind hefur meðal annars unnið listrænt verkefni um Grýlu, þar sem hún velti fyrir sér hvernig Grýla hefði verið ef hún hefði fengið að blómstra. 7. maí 2023 09:00 KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 25. september 2022 10:00 KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22. september 2022 06:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Júlíanna útskrifast með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum nú í júní en er að eigin sögn þúsundþjalasmiður. „Ég er með mikla og mismunandi reynslu. Til að mynda gráðu frá skapandi leiðtoga- og verkefnastjórnunarskólanum Kaospilot í Danmörku, ásamt því að hafa tekið BA í fatahönnun í LHÍ. Gekk í sömu fötunum í heilt ár Bæði sem manneskja og listakona trúi ég á máttinn sem felst í berskjöldun og að greiðasta leiðin að samkennd sé að deila sögum af okkur sjálfum, að tjá tilfinningar sínar opið og einlægt. Ég notast við þessa berskjöldun í minni list því mér finnst vanta meira af henni í samfélaginu okkar. Ég nálgast hlutina með mikilli mýkt og umhyggju. Það geri ég í gegnum lita- og efnisval, þó að baki liggi kannski þyngri tilfinningar og skilaboð. Ég er líka uppreisnargjörn og aðgerðarsinni í grunninn og leyfi mér að taka hlutina skrefinu lengra.“ Sem dæmi um það mætti Júlíanna í sömu fötunum í heilt ár meðan hún stundaði nám sitt við Listaháskólann. „Þegar ég var í námi við fatahönnun gekk ég í sömu fötunum í heilt ár til að vekja athygli á neysluhyggju okkar og sjálfbærni. Gjörningur sem var bæði undirstaða að lokaverkefni mínu og BA ritgerðinni minni.“ Komin í kynþokkafulla brjóstahaldara ellefu ára Sjálf fékk Júlíanna brjóst ung að árum og stækkuðu þau á ógnarhraða. Júlíanna Ósk Hafberg var viðmælandi Dóru Júlíu í síðustu þáttaröð af Kúnst.Vísir/Vilhelm „Ég var ellefu ára komin í spangarbrjóstahaldara langt á undan öllum vinkonum mínum. Í grunnskóla var ég komin í E skálar. Þá þurfti ég að fara með mömmu í undirfataverslun þar sem við keyptum á mig tvenna mjög kynþokkafulla blúndubrjóstahaldara. Ástæðuna má rekja til þess að ég passaði ekki í neina af þeim sem voru seldir þar sem ungar stelpur keyptu sér undirföt.“ Með króníska vöðvabólgu frá kynþroskaaldri Júlíanna varðveitir brjóstahaldarana enn í dag og segir þá sína kynþokkafyllstu fyrr og síðar. „Það er náttúrulega galið. Á svipuðum tíma byrjaði ég að fara reglulega til sjúkraþjálfara vegna vöðvubólgu í hnakka og öxlum, eitthvað sem hefur fylgt mér síðan þá. Ég hef verið með króníska vöðvabólgu alla tíð síðan ég varð kynþroska. Hausverkir og stirðleiki, aum og boginn og bólgin. Á endanum leitaði þetta svo upp í kjálka og ég fór að gnísta tönnum. Ég er stöðugt að braka í kjálkunum og hef undanfarin ár sofið með góm til að reyna að slaka spenntum kjálkanum til að verja tennurnar mínar frá gnístinu.“ Júlíönnu dreymdi um að fara í brjóstaminnktun um leið og hún vissi að möguleikinn væri fyrir hendi.aðsend Draumurinn um brjóstaminnkun kviknaði um leið og Júlíanna gerði sér grein fyrir að möguleikinn á slíkri aðgerð væri fyrir hendi. „Mig hefur dreymt um að fara í brjóstaminnkun síðan ég vissi að það væri hægt, sem var um tvítugt. Það var svo í fyrra sem ég fann að nú væri komið að þessu. Þegar ég var ákveðin í að fara í aðgerðina vissi ég strax að mig langaði að ná að tjá þessa byrði sem það er að bera blessuð brjóstin. Þá kviknaði hugmyndin að taka af þeim mót. Ég fór fram og tilbaka með hugmyndir um hvernig ég gæti sýnt þyngdina á þeim. Mig langaði að kalla fram myndmál sem gæti fengið hvern sem er til að skilja þá byrði sem það er að vera kona með stór brjóst hangandi framan á sér.“ Júlíanna byggði verk sitt á orðum sem byrja á B og tengjast brjóstum. aðsend. Júlíanna hóf ferlið með því að taka mót af brjóstum sínum sem sýningarverkefni hennar. „Þegar tekið er mót af líkamanum er oft notast við efni sem kallast Alginate. Sama efni og tannlæknar nota til þess að taka mót af gómnum og tönnum. Þetta efni er frekar þunnt og sílíkonlegt. Þegar maður hefur borið það á sig þarf að setja hressilegt lag af gifsi og grisjum til þess að alginate-ið nái að halda réttu formi þegar það er tekið af.“ Líflaus og buguð á borðinu Í stað þess að setja gifslagið utan um sig ákvað Júlíanna að leggjast flatt á borðið. Mótið hafði því ekki þann stuðning sem það þurfti til þess að ná ‚eðlilegri‘ afsteypu af brjóstunum. „Það flattist þarna út, líflaust og bugað, á borðinu. Síðan hellti ég í það þungu gifsi sem afmótaði mótið ennþá meira og varð loka útkoman því þessi buguðu brjóst, stuðningslaus og uppgefin.“ Verk Júlíönnu eru byggð á ævisöguljóði sem hún skrifaði um reynslu sína af því að hafa borið blessuð brjóstin.aðsend Verk Júlíönnu er byggt á löngu, einskonar ævisöguljóði sem hún skrifaði um reynslu sína af því að hafa borið blessuð brjóstin. „Já ég segi þar frá því þegar ég fékk þau rosa ung og þegar við mamma fórum þarna í undirfataverslunina. Fyrsta upplifunin af því að vera kyngerð og hlutgerð af fullorðnum manni þegar ég var 15 ára. Drusluskömmuð í menntaskóla fyrir að vera í flegnum bol sem og líkamlegri byrðinni og átökunum sem þeim fylgja á líkamann og heilsuna. Ljóðið og verkið lýsir þannig líkamlegri, andlegri og samfélagslegri byrði þess að vera kona sem þarf að bera blessuð brjóstin. Og allar ólíku hliðarnar sem það hefur í för með sér.“ Verkið er lokaverkefni Júlíönnu í meistaranámi í myndlist og var hluti af útskriftarsýningunni í Nýlistarsafninu sem bar heitið Athöfn/Ceremony. Júlíanna mætti í gegnsæum bol á opnuna og segir það hafa verið ákveðið uppgjör við brjóstin sín á svo marga vegu.aðsend „Ég mætti í gegnsæum bol á opnuna. Það var eitthvað við það að hafa unnið þetta verk og átt í uppgjöri við brjóstin mín á svo marga vegu. Mér fannst ég ekki geta spennt þau inn í stífa brjóstahaldara og klætt þau af mér eins og ég var vön að gera. Ég leyfði þeim því að hanga og sjást, enda voru brjóstin mín nú þegar til sýnis á sýningunni.“ Persónulegur gjörningur fylgdi verkinu Júlíanna segir persónulegan gjörning hafa fylgt ferlinu en það sem kom henni mest á óvart var hvað allt reyndist auðvelt. „Ég fór í kjölfarið að velta því fyrir mér hvað okkur sem konum er kennt að fela marga hluti sem fylgja því að vera kona. Eins og að læðast til að sækja túrtappa og fela hann í lófanum. Taka verkjalyf í hljóði gegn mánaðarlegum túrverkjum og gera okkur almennt smærri - ekki of kynferðislegar. Allt samt hlutir sem við erum einhvern veginn ekki að gera fyrir okkur sjálf, heldur blygðunarkennd annarra? Ekki vera of ögrandi, of mikið svona eða hinsegin. Þetta stöðuga kvenlega impostor syndrome. Öll þessi kvenlegu leyndarmál.“ Útkoman urðu þessi buguðu brjóst, stuðningslaus og uppgefin.aðsend Eftir að hafa sökkt sér í rannsóknarvinnu um aðgerðina áttaði Júlíanna sig betur á umfanginu því mun fleiri konur kljást við sama vanda en hana grunaði. „Ég fann fljótt hvað margar konur voru á sama stað og ég. Það er til Facebook hópur þar sem konur pósta daglega um svona aðgerðir, fá ráð og meðmæli. Eftir að ég póstaði verkinu mínu hef ég fengið ótal skilaboð frá konum sem tengja við þetta ástand sem og konur sem hafa farið í gegnum þetta sama ferli.“ Kröfur BMI um stuðul kvenna ráða úrslitum Sjúkratryggingar taka þátt í niðurgreiðslum á brjóstaminnkun með skilyrði um að lágmarki séu tekin 500 grömm úr hvoru brjósti. Flestar konur kjósa þó að fara í aðgerð hjá einkaaðila þar sem kerfin eru ströng og löng. „Biðlistinn hefur verið langur á Landspítalanum. Þau hafa leyft sér að setja kröfur um BMI stuðul kvennanna til þess að reyna að sía frá og halda biðlistanum í skorðum, sem er þó þegar allt að þrjú ár. Ég hef heyrt að þetta stafi af því að það sé skortur á fjármagni á Landspítalanum og því ekki nægilega margar skurðstofur til þess að sinna öllum þeim aðgerðum sem þar eru gerðar. Svona brjóstaminnkanir detti því aftast á listann á eftir öllum þeim bráða og lífsnauðsynlegum aðgerðum, sem auðvitað er skiljanlegt.“ Heilu kynslóðirnar fara í gegnum samskonar aðgerð Eru konur í dag að leita meira á einkastofur? „Já ég myndi segja það. Það hefur aukist mikið undanfarin ár að konur gefist upp.“ Sjálf segir Júlíanna það fráleitt að setja strangari BMI reglur á konur í stoðkerfisvanda vegna brjóstanna sinna. „Það er miklu frekar genatengt að fá stór brjóst en að fólk fitni og fái í kjölfarið stór brjóst. Enda fara heilu kynslóðirnar í svona aðgerðir og maður heyrir mikið talað um ömmur og mömmur og langömmur í þessu samhengi. Svo hafa þau líka áhrif á hreyfigetu og fleira. Sjálf hef ég rokkað upp og niður í þyngd í gegnum árin en alltaf verið með sömu stóru brjóstin.“ Eftir að hafa eytt rúmum 180 þúsund krónum á einu ári til kírópraktors ákvað Júlíanna að segja stans.aðsend Undanfarin tvö ár hefur Júlíanna glímt við þyngdaraukningu sem aukaverkun á lyfi sem hún hefur tekið og gafst í kjölfarið upp á að reyna að passa í kassann sem Landspítalinn setur. „Eftir að ég reiknaði saman að ég hafði eytt um 180 þúsund krónum á einu ári í að fara til kírópraktors ákvað ég að bíða ekki neitt lengur með þetta, en þessar aðgerðir eru að kosta að meðaltali milljón hjá einkaaðilum í dag. Ég ákvað því að setja af stað fjáröflun fyrir aðgerðina mína og útbjó boli, klúta og prent til sölu þar sem allur ágóðinn rennur í að borga fyrir aðgerðina. Ég hafði aldrei farið á einhver stór íþróttamót þegar ég var krakki og því ekki staðið í þessum hefðbundnu fjáröflunum. Ljóðið sem ég skrifaði um brjóstin endar á línunum ‚jæja konur og karlar, ég get þetta ekki lengur, má bjóða ykkur brjóst til sölu?‘ og er það einmitt það sem mér finnst ég vera að gera – selja af mér brjóstin.“ Fram kom á Instagram-síðu Júlíönnu á þriðjudag að aðgerðin hefði genegið lygilega vel. Hún þakkar kærlega fyrir stuðninginn, þó ekki frá heilbrigðiskerfinu eða Sjúkratryggingum, en minnir á vefsíðu sína og afsláttarkóðann 'boobs'.
Tímamót Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir „Átti að hafa borðað elskhuga í morgunmat því hún var komin með leið á honum“ „Grýla hefur oft verið nefnd fyrsti femínisti Íslands. Hún var rosalega kraftmikil og lifandi og átti fullt af elskhugum. Þá byrjuðu þessar sögusagnir um hana,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Berglind Rögnvalds, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind hefur meðal annars unnið listrænt verkefni um Grýlu, þar sem hún velti fyrir sér hvernig Grýla hefði verið ef hún hefði fengið að blómstra. 7. maí 2023 09:00 KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 25. september 2022 10:00 KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22. september 2022 06:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Átti að hafa borðað elskhuga í morgunmat því hún var komin með leið á honum“ „Grýla hefur oft verið nefnd fyrsti femínisti Íslands. Hún var rosalega kraftmikil og lifandi og átti fullt af elskhugum. Þá byrjuðu þessar sögusagnir um hana,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Berglind Rögnvalds, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind hefur meðal annars unnið listrænt verkefni um Grýlu, þar sem hún velti fyrir sér hvernig Grýla hefði verið ef hún hefði fengið að blómstra. 7. maí 2023 09:00
KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 25. september 2022 10:00
KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22. september 2022 06:30