HMS spáir 1.200 færri nýjum fullbúnum íbúðum en í október
![Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.](https://www.visir.is/i/01A91E29A10ED5F569311B5762CAC5D9B5D9306595B4788A0434A55230E4F9BB_713x0.jpg)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að ríflega 1.200 færri nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á árunum 2023-2025 samanborið við spá sem stofnunin birti með Samtökum iðnaðarins (SI) í október á síðastliðnu ári. Framboð á nýjum íbúðum á næstu árum er langt undir þörf. Kostnaður við byggingu íbúða hefur aukist til muna að undanförnu, segir í greiningu frá SI.