„Nálægt því að verða eitt af þessum gömlu goðsagnakenndum liðum” Árni Gísli Magnússon skrifar 5. júní 2023 20:30 Arnar Gunnlaugsson hefur unnið þrjá bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór Akureyri á Þórsvellinum í dag. Víkingar skoruðu mörkin snemma í sitthvorum hálfleiknum en Þórsurum tókst að jafna í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir leik og fannst gaman að koma í Þorpið. „Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira