Ekið á barn á miðri skólalóð: „Stálheppin að krakkinn sé á lífi“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 07:51 Slysið varð á skólalóð Hörðuvallaskóla. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Faðir níu ára stúlku vakti athygli á því í gær að ekið hafði verið á dóttur hans á krossara á miðri skólalóð Hörðuvallaskóla í fyrradag. Hann hvetur foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega á ökutækjum og vera ekki á ökutækjum, sem ætluð eru utanvegaakstri, innanbæjar. „Vinsamlega lesið! Ég hef oft sagt að allar þessar vespur og rafhjól myndu valda slysi. Aldrei grunaði mig að dóttir okkar ætti eftir að lenda í því, hvað þá inni á skólalóðinni. Löng saga stutt þá hefði þetta getað verið verra, en nóg er það samt,“ segir í færslu Atla Þórs Albertssonar, þriggja barna föður í Kórahverfinu í Kópavogi, í hóp á Facebook fyrir íbúa hverfisins. Í samtali við Vísi lýsir Atli Þór slysinu, sem varð á sunnudag, með þeim hætti að dóttir hans hafi verið að leika sér á skólalóðinni þegar hún lenti saman við ungan dreng á mótorhjóli, með þeim afleiðingum að hún skaust upp í loft og lenti á höfðinu. „Þetta skeður bara eins og þetta skeður, við erum stálheppin að krakkinn sé á lífi. Hún er óbrotin en það stórsér á henni, það er risakúla á enninu og hnén eru illa farin,“ segir hann. Dóttir Atla Þórs undirgekkst rannsóknir á spítala sem bentu til þess að hún væri ekki alvarlega eða varanlega slösuð en hann segist samt sem áður óttast að afleiðingar slyssins komi í ljós síðar. Þá segir hann að dóttur hans sé skiljanlega mjög brugðið og að vinkonum hennar, sem voru að leik með henni, sé það líka. „En þær eru allar búnar að vera í sambandi í dag, allar búnar að koma í heimsókn og það var smá pitsapartý hérna áðan. Þannig að þetta er búið að þjappa hópnum saman frekar en hitt, sem betur fer.“ Ófremdarástand á skólalóðinni Atli Þór segir að hann hafi lengi varað við hættu af akstri barna og unglinga í hverfinu. „Ég er búinn að segja þetta í mörg ár, maður horfir á krakkana hérna á vespunum alveg á fullri ferð á gangstéttunum, það á eitthvað eftir að ske. Ég sagði það í póstinum að mig grunaði aldrei að það yrði dóttir mín en það gerðist í gær. Ég held að þetta sé versta slysið sem ég veit af allavega í þessu hverfi, svo ég vona að þetta verði einhverjum til varnaðar,“ segir hann. Þá segir hann að það sé oft mikið „fjör“ og mikið vesen á skólalóð Hörðuvallaskóla. „Einmitt svona vespur og alls konar dót sem er þarna inni á, sem eiga ekkert að vera þar. Ég var með henni í fótbolta þarna í fyrradag, deginum áður en þetta skeður, og þetta var eins og smá dýragarður.“ Vill vekja foreldra til umhugsunar Atli Þór ítrekar að hann sé ekki að leita að sökudólgum í málinu heldur vilji hann eingöngu vekja foreldra til umhugunar og hvetja þá til þess að ræða við börnin sín um umgengni við farartæki. Þannig sé hann þegar búinn að ræða við foreldra drengsins, sem dóttir hans kannaðist við, og það samtal hafi verið gott. „Það eru allir vinir í þessu. Ég vil ekki að það sé neinn tekinn af lífi í þessu, krakkinn eða foreldrarnir.“ Þá segir hann að uppeldið í þessum efnum sé alfarið á ábyrgð foreldra. „Ég segi það alltaf að þetta er foreldranna númer eitt, tvö og þrjú. Það er nóg annað að gera hjá kennurum og þeim í skólanum, að halda sínu starfi gangandi. Þetta er bara það sem kemur frá heimilinum, bara til dæmis það að börn fái svona hjól, það er frá foreldrum. Skólinn á ekki að þurfa að segja að þetta sé bannað,“ segir hann. Grunnskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Utanvegaakstur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
„Vinsamlega lesið! Ég hef oft sagt að allar þessar vespur og rafhjól myndu valda slysi. Aldrei grunaði mig að dóttir okkar ætti eftir að lenda í því, hvað þá inni á skólalóðinni. Löng saga stutt þá hefði þetta getað verið verra, en nóg er það samt,“ segir í færslu Atla Þórs Albertssonar, þriggja barna föður í Kórahverfinu í Kópavogi, í hóp á Facebook fyrir íbúa hverfisins. Í samtali við Vísi lýsir Atli Þór slysinu, sem varð á sunnudag, með þeim hætti að dóttir hans hafi verið að leika sér á skólalóðinni þegar hún lenti saman við ungan dreng á mótorhjóli, með þeim afleiðingum að hún skaust upp í loft og lenti á höfðinu. „Þetta skeður bara eins og þetta skeður, við erum stálheppin að krakkinn sé á lífi. Hún er óbrotin en það stórsér á henni, það er risakúla á enninu og hnén eru illa farin,“ segir hann. Dóttir Atla Þórs undirgekkst rannsóknir á spítala sem bentu til þess að hún væri ekki alvarlega eða varanlega slösuð en hann segist samt sem áður óttast að afleiðingar slyssins komi í ljós síðar. Þá segir hann að dóttur hans sé skiljanlega mjög brugðið og að vinkonum hennar, sem voru að leik með henni, sé það líka. „En þær eru allar búnar að vera í sambandi í dag, allar búnar að koma í heimsókn og það var smá pitsapartý hérna áðan. Þannig að þetta er búið að þjappa hópnum saman frekar en hitt, sem betur fer.“ Ófremdarástand á skólalóðinni Atli Þór segir að hann hafi lengi varað við hættu af akstri barna og unglinga í hverfinu. „Ég er búinn að segja þetta í mörg ár, maður horfir á krakkana hérna á vespunum alveg á fullri ferð á gangstéttunum, það á eitthvað eftir að ske. Ég sagði það í póstinum að mig grunaði aldrei að það yrði dóttir mín en það gerðist í gær. Ég held að þetta sé versta slysið sem ég veit af allavega í þessu hverfi, svo ég vona að þetta verði einhverjum til varnaðar,“ segir hann. Þá segir hann að það sé oft mikið „fjör“ og mikið vesen á skólalóð Hörðuvallaskóla. „Einmitt svona vespur og alls konar dót sem er þarna inni á, sem eiga ekkert að vera þar. Ég var með henni í fótbolta þarna í fyrradag, deginum áður en þetta skeður, og þetta var eins og smá dýragarður.“ Vill vekja foreldra til umhugsunar Atli Þór ítrekar að hann sé ekki að leita að sökudólgum í málinu heldur vilji hann eingöngu vekja foreldra til umhugunar og hvetja þá til þess að ræða við börnin sín um umgengni við farartæki. Þannig sé hann þegar búinn að ræða við foreldra drengsins, sem dóttir hans kannaðist við, og það samtal hafi verið gott. „Það eru allir vinir í þessu. Ég vil ekki að það sé neinn tekinn af lífi í þessu, krakkinn eða foreldrarnir.“ Þá segir hann að uppeldið í þessum efnum sé alfarið á ábyrgð foreldra. „Ég segi það alltaf að þetta er foreldranna númer eitt, tvö og þrjú. Það er nóg annað að gera hjá kennurum og þeim í skólanum, að halda sínu starfi gangandi. Þetta er bara það sem kemur frá heimilinum, bara til dæmis það að börn fái svona hjól, það er frá foreldrum. Skólinn á ekki að þurfa að segja að þetta sé bannað,“ segir hann.
Grunnskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Utanvegaakstur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira