„Hún var frumkvöðull og sú besta. 22 ára gaf hún ensku útgáfu Girl from Ipanema rödd og hlaut alþjóðlega frægð,“ segir Sofia Gilberto, barnabarn hennar, í Instagram færslu þar sem hún greinir frá andláti söngkonunnar.
Lagið The Girl from Ipanema hlaut Grammy verðlaun árið 1963 fyrir lag ársins. Gilberto söng það inn á plötu tónlistarmannanna Stan Getz og João Gilberto, eiginmanns hennar.
Ferill Gilberto spannaði um fimmtíu ár. Með frægustu plötum hennar má nefna The Astrud Gilberto album, Astrud Gilberto Now og Beach Samba.