Hveitibrauðsdagar Hareide: „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 08:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kynnti í gær leikmannahóp liðsins fyrir hans fyrsta verkefni þar sem Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal. Hann tók við liðinu um miðjan apríl og segir fyrstu mánuði í starfi hafa verið ánægjulega. Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira