Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 09:32 Sigurður Þórðarson mætti til að bera vitni í í máli Frigusar II ehf gegn Lindarhvolli og íslenska ríkinu. Það mál hefur vakið umræðu um Lindarhvol úr dái en lengi hefur verið talað um að þar hafi pottur verið brotinn, vildarvinir fengið eigur ríkisins á hrakvirði. vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar staðfesti þetta við Vísi nú skömmu fyrir fund sem hefst 09:10. Meðal dagskrárliða eru „gestir“ og sá gestur er Sigurður. „Já, hann hefur þegið boð um að mæta á lokaðan fund hjá nefndinni,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Mikið hefur gengið á innan þings og utan vegna greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar. Þar fjallar hann um niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsemi Lindarhvols ehf, félags sem stofnað var til af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármálaráðherra. Sigurður ósáttur með þróun mála Tilgangur félagsins var sá að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum eftir bankahrun, svokallað stöðugleikaframlag. Mikil leynd hefur hins vegar ríkt um hvernig að málum var staðið. Sigurður vann rannsókn í tvö ár en því máli var svo kippt úr höndum hans þegar hann var á lokametrum rannsóknar sinnar af þáverandi ríkisendurskoðanda, Skúla Eggert Þórðarsyni. Skúli sendi svo frá sér skýrslu um Lindarhvol, sem er í megindráttum á þá leið að starfsemin hafi verið með ágætum. Sigurður hefur sagt að sú niðurstaða sé ekki í neinu samræmi við það sem rannsókn hans til tveggja ára hafi leitt í ljós. Þá hefur Sigurður lýst því að illt sé að sitja undir því sem hann metur sem ávirðingar á hendur sér, og hann metur það sem svo að greinargerð sín sé opinbert plagg, sem hann sendi til þingsins, en ekki þá sem einkabréf til þáverandi forseta Alþingis; Steingríms J. Sigfússonar. Trúnaður ríkir um það sem sagt er á lokuðum nefndarfundi Til stóð að halda opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en Sigurður og aðrir færðust undan því. Meðal annars á þeim forsendum að það hefði ekkert upp á sig að mæta á fund þar sem honum væri meinað að ræða efni greinargerðar sinnar. En sú er afstaða Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, þrátt fyrir að meirihluti forsætisnefndar, reyndar allir nema Birgir, telji vert að greinargerðin verði lögð fram. Núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason hefur sagt að hann telji greinargerð Sigurðar vinnuplagg Ríkisendurskoðunar og það eigi ekki að birta. Þórunn segist ekki vita hvers megi vænta eða hvort vitnisburður Sigurðar fyrir nefndinni leiði til einhvers. Hún minnir á að trúnaður ríki um það sem þeir sem kallaðir eru fyrir þingnefndir segi við slík tækifæri. „Þetta er lokaður fundur og þingmenn geta ekki vitnað til þess sem þar kemur fram.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar 15. apríl 2023 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar staðfesti þetta við Vísi nú skömmu fyrir fund sem hefst 09:10. Meðal dagskrárliða eru „gestir“ og sá gestur er Sigurður. „Já, hann hefur þegið boð um að mæta á lokaðan fund hjá nefndinni,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Mikið hefur gengið á innan þings og utan vegna greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar. Þar fjallar hann um niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsemi Lindarhvols ehf, félags sem stofnað var til af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármálaráðherra. Sigurður ósáttur með þróun mála Tilgangur félagsins var sá að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum eftir bankahrun, svokallað stöðugleikaframlag. Mikil leynd hefur hins vegar ríkt um hvernig að málum var staðið. Sigurður vann rannsókn í tvö ár en því máli var svo kippt úr höndum hans þegar hann var á lokametrum rannsóknar sinnar af þáverandi ríkisendurskoðanda, Skúla Eggert Þórðarsyni. Skúli sendi svo frá sér skýrslu um Lindarhvol, sem er í megindráttum á þá leið að starfsemin hafi verið með ágætum. Sigurður hefur sagt að sú niðurstaða sé ekki í neinu samræmi við það sem rannsókn hans til tveggja ára hafi leitt í ljós. Þá hefur Sigurður lýst því að illt sé að sitja undir því sem hann metur sem ávirðingar á hendur sér, og hann metur það sem svo að greinargerð sín sé opinbert plagg, sem hann sendi til þingsins, en ekki þá sem einkabréf til þáverandi forseta Alþingis; Steingríms J. Sigfússonar. Trúnaður ríkir um það sem sagt er á lokuðum nefndarfundi Til stóð að halda opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en Sigurður og aðrir færðust undan því. Meðal annars á þeim forsendum að það hefði ekkert upp á sig að mæta á fund þar sem honum væri meinað að ræða efni greinargerðar sinnar. En sú er afstaða Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, þrátt fyrir að meirihluti forsætisnefndar, reyndar allir nema Birgir, telji vert að greinargerðin verði lögð fram. Núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason hefur sagt að hann telji greinargerð Sigurðar vinnuplagg Ríkisendurskoðunar og það eigi ekki að birta. Þórunn segist ekki vita hvers megi vænta eða hvort vitnisburður Sigurðar fyrir nefndinni leiði til einhvers. Hún minnir á að trúnaður ríki um það sem þeir sem kallaðir eru fyrir þingnefndir segi við slík tækifæri. „Þetta er lokaður fundur og þingmenn geta ekki vitnað til þess sem þar kemur fram.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar 15. apríl 2023 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar 15. apríl 2023 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent