Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 11:30 Gervihnattarmynd af Kakhovka stíflunni eftir að hún brast í gær. Sérfræðingar segja líklegustu skýringuna vera þá að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inn í stíflunni og gat sprengt á hana. AP/Maxar Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. Sérfræðingar sem blaðamenn New York Times ræddu við segja mögulegt að stíflan hafi brostið vegna álagsins frá háu stöðulóninu, sem var í hæstu hæðum, en það sé ólíklegt. Þeir tóku fram að gögn um hvað kom fyrir væru takmörkuð en líklegasta útskýringin væri að sprengjum hefði verið komið fyrir inn í stíflunni og hún skemmd þannig. Þeir segja að mikið magn sprengiefna myndi þurfa til en íbúar á svæðinu hafa sagt að hávær sprenging hafi heyrst. Árás með eldflaug eða sprengju, sem hefði sprungið fyrir utan stífluna, hefði líklega ekki valdið svo miklum skemmdum. Heilu hverfi Kherson-borgar eru á kafi en búist er við því að vatnið muni hækka enn frekar þegar líður á daginn.AP/Libkos Stíflan hafði skemmst áður í átökum milli Rússa og Úkraínumanna en áðurnefndir sérfræðingar segja að miðað að myndir af stíflunni, frá því áður en hún brast, hafi skemmdirnar ekki verið nægar til að valda þeim skaða á stíflunni sem myndir sýna að hún varð fyrir. Sjá einnig: Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Áðurnefndir sérfræðingar segja að ef hátt stöðulónið hefði valdið skemmdunum, hefðu þær fyrst verið sýnilegar á öðrum hlutum stíflunnar en á þeim steypta. Vatnið hefði fyrst grafið sig í gegnum jarðveg en myndir sýna að vatn byrjaði að flæða í gegnum miðja stífluna. Fyrsta gatið á stíflunni myndaðist við hlið orkuversins á henni, við bakkann sem Rússar halda. Gatið hefur svo stækkað töluvert síðan þá. Umfangsmikið björgunarstarf hefur farið fram á vesturbakka Dnipróár. Fjölmargar byggðir hafa orðið fyrir flóðum.AP/Roman Hrytsyna Úkraínumenn og Rússar saka hverja aðra um að hafa sprengt stífluna upp. Rússar höfðu stjórn á henni og flóðin gera Úkraínumönnum erfiðara með að reyna að komast yfir Dnipróá. Hernaðarsérfræðingar telja þó ólíklegt að Úkraínumenn hafi ætlað sér að reyna að komast yfir ánna. Sjá einnig: Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Án uppistöðulónsins flæðir ferskt vatn ekki til Krímskaga. Russia's man-made ecocide. pic.twitter.com/SM1Cd6WCvB— Andriy Yermak (@AndriyYermak) June 7, 2023 Video from survivors on the Russian-occupied (and much lower lying) left bank of the Dnipro, gives a good sense of the scale of destruction there. pic.twitter.com/gP9eT1XbE1— Roland Oliphant (@RolandOliphant) June 7, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Sérfræðingar sem blaðamenn New York Times ræddu við segja mögulegt að stíflan hafi brostið vegna álagsins frá háu stöðulóninu, sem var í hæstu hæðum, en það sé ólíklegt. Þeir tóku fram að gögn um hvað kom fyrir væru takmörkuð en líklegasta útskýringin væri að sprengjum hefði verið komið fyrir inn í stíflunni og hún skemmd þannig. Þeir segja að mikið magn sprengiefna myndi þurfa til en íbúar á svæðinu hafa sagt að hávær sprenging hafi heyrst. Árás með eldflaug eða sprengju, sem hefði sprungið fyrir utan stífluna, hefði líklega ekki valdið svo miklum skemmdum. Heilu hverfi Kherson-borgar eru á kafi en búist er við því að vatnið muni hækka enn frekar þegar líður á daginn.AP/Libkos Stíflan hafði skemmst áður í átökum milli Rússa og Úkraínumanna en áðurnefndir sérfræðingar segja að miðað að myndir af stíflunni, frá því áður en hún brast, hafi skemmdirnar ekki verið nægar til að valda þeim skaða á stíflunni sem myndir sýna að hún varð fyrir. Sjá einnig: Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Áðurnefndir sérfræðingar segja að ef hátt stöðulónið hefði valdið skemmdunum, hefðu þær fyrst verið sýnilegar á öðrum hlutum stíflunnar en á þeim steypta. Vatnið hefði fyrst grafið sig í gegnum jarðveg en myndir sýna að vatn byrjaði að flæða í gegnum miðja stífluna. Fyrsta gatið á stíflunni myndaðist við hlið orkuversins á henni, við bakkann sem Rússar halda. Gatið hefur svo stækkað töluvert síðan þá. Umfangsmikið björgunarstarf hefur farið fram á vesturbakka Dnipróár. Fjölmargar byggðir hafa orðið fyrir flóðum.AP/Roman Hrytsyna Úkraínumenn og Rússar saka hverja aðra um að hafa sprengt stífluna upp. Rússar höfðu stjórn á henni og flóðin gera Úkraínumönnum erfiðara með að reyna að komast yfir Dnipróá. Hernaðarsérfræðingar telja þó ólíklegt að Úkraínumenn hafi ætlað sér að reyna að komast yfir ánna. Sjá einnig: Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Án uppistöðulónsins flæðir ferskt vatn ekki til Krímskaga. Russia's man-made ecocide. pic.twitter.com/SM1Cd6WCvB— Andriy Yermak (@AndriyYermak) June 7, 2023 Video from survivors on the Russian-occupied (and much lower lying) left bank of the Dnipro, gives a good sense of the scale of destruction there. pic.twitter.com/gP9eT1XbE1— Roland Oliphant (@RolandOliphant) June 7, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16