Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 18:55 Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn. Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað. Þýski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað.
Þýski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira