Styrmir hefur verið einn allra besti leikmaður Subway deildarinnar í körfubolta hér heima undanfarin ár en þar hefur hann leikið með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn.
Hann heldur nú út í atvinnumennsku og verður fróðlegt að sjá hvernig honum vegnar hjá Belfius Mons en hann gerir þriggja ára samning við félagið.
Styrmir skoraði að meðaltali sautján stig í leikjum Þórs Þorlákshafnar á síðasta tímabili, þá tók hann að meðaltali sex fráköst í leik og gaf fimm stoðsendingar.