„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 18:00 Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. Aðsend „Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan. Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér: Tónlist Eurovision Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:
Tónlist Eurovision Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira