Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 19:26 Sonur Leós Más er einhverfur en hann hefur verið á biðlista eftir sértæku húsnæði hjá borginni í tæp fimm ár. Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. Reykjavíkurborg var í júní 2021 dæmt til að greiða þroskahömluðum manni rúma eina milljón króna í miskabætur vegna þess ógegnsæis sem biðlistar borgarinnar eftir sértæku húnsæðisúrræði fela í sér. Reykjavíkurborg ákvað í kjölfarið að áfrýja málinu til Landsréttar og átti að taka málið fyrir föstudaginn 9. september 2022. Daginn áður en málið átti að fara fyrir dóm greindi borgin frá því að hún ætlaði að una dómnum og í framhaldi greiða manninum miskabæturnar. Erfitt að skipuleggja framtíðina Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Reykjavíkurborg hugðist breyta verklagi sínu í tengslum við biðlistana en hefur enn ekki komið breytingunni í framkvæmd. Faðir hins 24 ára gamla Jóns Patrik Leóssonar sem hefur beðið í fimm ár segir erfitt að skipuleggja framtíðina vegna óvissunnar. „Við og biðjum um svör, hvenær og hvernig og hvar er hann á listanum en það gengur ekkert og hefur ekki gengið. Við erum búin að reyna núna í nokkur ár. Eins og staðan er í dag, hann er í flokki þrjú og í hans flokki eru sirka 27 einstaklingar á biðlista og við vitum ekkert hvort hann sé númer tvö, tíu eða tuttugu,“ segir Leó Már Jóhannsson og bætir við: „Það virðist vera einhver búbbla þarna niðri í Borgartúni sem heldur utan um þetta og það virðist bara ekki mega segja, ókei sonur þinn er númer tíu. Þá gætum við mátað þetta saman við uppbyggingaráætlun og hvernig þetta hefur gengið og svona kortlagt framhaldið. Þetta er ákaflega hvimleitt og það er eiginlega bara skrítið af hverju þau láta svona.“ „Í hans flokki eru sirka 27 einstaklingar á biðlista og við vitum ekkert hvort hann sé númer tveir, tíu eða tuttugu“ Þarf mikla umönnun Málið sé ákaflega hvimleitt og fjölskyldan geti með engu móti gert framtíðarplön. Jón Patrik er með skammtímavistun aðra hverja viku og svo býr hann hjá foreldrum sínum á móti. „Þetta er talsvert mikið álag á heimilið þegar hann er hjá okkur,“ segir Leó Már aðspurður. Sonur hans þurfi mikla umönnun sem móðir hans sjái að mestu um. Mál Jóns Patriks er ekki einsdæmi en ekki er hægt að sækja um að biðlistum borgarinnar eftir sértæku húsnæðisúrræði fyrr en við átján ára aldur. Þrátt fyrir að það liggi fyrir snemma eða jafnvel frá fæðingu að þörf verði á slíku húsnæði. Reykjavíkurborg hefur sagt niðurstöðu héraðsdóms fordæmisgefandi. Landssamtök Þroskahjálpar telur borgina bótaskylda gagnvart öllum á biðlista eftir sértæku húsnæði en það eru um 130 einstaklingar. Að mati samtakanna gæti samanlögð bótafjárhæð því numið hundrað milljónum króna. Leó Már segist ekki hafa íhugað að höfða mál gegn borginni vegna málsins en útilokar það ekki. Hann segir borgina oft hafa staðið sig vel í málum sonar síns og að hún standi sig jafnvel betur en flest önnur sveitarfélög. „En það má samt alltaf gera miklu betur,“ segir Leó Már sem er bjartsýnn á að borgin breyti verklagi sínu. Reykjavík Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Reykjavíkurborg var í júní 2021 dæmt til að greiða þroskahömluðum manni rúma eina milljón króna í miskabætur vegna þess ógegnsæis sem biðlistar borgarinnar eftir sértæku húnsæðisúrræði fela í sér. Reykjavíkurborg ákvað í kjölfarið að áfrýja málinu til Landsréttar og átti að taka málið fyrir föstudaginn 9. september 2022. Daginn áður en málið átti að fara fyrir dóm greindi borgin frá því að hún ætlaði að una dómnum og í framhaldi greiða manninum miskabæturnar. Erfitt að skipuleggja framtíðina Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Reykjavíkurborg hugðist breyta verklagi sínu í tengslum við biðlistana en hefur enn ekki komið breytingunni í framkvæmd. Faðir hins 24 ára gamla Jóns Patrik Leóssonar sem hefur beðið í fimm ár segir erfitt að skipuleggja framtíðina vegna óvissunnar. „Við og biðjum um svör, hvenær og hvernig og hvar er hann á listanum en það gengur ekkert og hefur ekki gengið. Við erum búin að reyna núna í nokkur ár. Eins og staðan er í dag, hann er í flokki þrjú og í hans flokki eru sirka 27 einstaklingar á biðlista og við vitum ekkert hvort hann sé númer tvö, tíu eða tuttugu,“ segir Leó Már Jóhannsson og bætir við: „Það virðist vera einhver búbbla þarna niðri í Borgartúni sem heldur utan um þetta og það virðist bara ekki mega segja, ókei sonur þinn er númer tíu. Þá gætum við mátað þetta saman við uppbyggingaráætlun og hvernig þetta hefur gengið og svona kortlagt framhaldið. Þetta er ákaflega hvimleitt og það er eiginlega bara skrítið af hverju þau láta svona.“ „Í hans flokki eru sirka 27 einstaklingar á biðlista og við vitum ekkert hvort hann sé númer tveir, tíu eða tuttugu“ Þarf mikla umönnun Málið sé ákaflega hvimleitt og fjölskyldan geti með engu móti gert framtíðarplön. Jón Patrik er með skammtímavistun aðra hverja viku og svo býr hann hjá foreldrum sínum á móti. „Þetta er talsvert mikið álag á heimilið þegar hann er hjá okkur,“ segir Leó Már aðspurður. Sonur hans þurfi mikla umönnun sem móðir hans sjái að mestu um. Mál Jóns Patriks er ekki einsdæmi en ekki er hægt að sækja um að biðlistum borgarinnar eftir sértæku húsnæðisúrræði fyrr en við átján ára aldur. Þrátt fyrir að það liggi fyrir snemma eða jafnvel frá fæðingu að þörf verði á slíku húsnæði. Reykjavíkurborg hefur sagt niðurstöðu héraðsdóms fordæmisgefandi. Landssamtök Þroskahjálpar telur borgina bótaskylda gagnvart öllum á biðlista eftir sértæku húsnæði en það eru um 130 einstaklingar. Að mati samtakanna gæti samanlögð bótafjárhæð því numið hundrað milljónum króna. Leó Már segist ekki hafa íhugað að höfða mál gegn borginni vegna málsins en útilokar það ekki. Hann segir borgina oft hafa staðið sig vel í málum sonar síns og að hún standi sig jafnvel betur en flest önnur sveitarfélög. „En það má samt alltaf gera miklu betur,“ segir Leó Már sem er bjartsýnn á að borgin breyti verklagi sínu.
Reykjavík Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira