Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 15:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður. Íslensk erfðagreining Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances á föstudag og segir Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, niðurstöðurnar áhugaverðar. „Það er í raun mjög lítið vitað um erfðaþætti sem hafa áhrif á rödd og tal. Þarna erum við að fara svolítið nýstárlega aðferð að hreinlega taka upp, tal Íslendinga og gera mælingar á þessum upptökum. Og finnum þarna fyrsta breytileikann sem hefur áhrif á tónhæð í röddinni. Það er í rauninni fyrsti breytileikinn sem við vitum til að hefur áhrif á tónhæð,“ segir Rósa. Hefur áhrif á konur og karla Athyglisvert sé að erfðabreytan, ABCC9, sem fannst í rannsókninni hafi áhrif á rödd karla og kvenna óháð líkamsstærð. „Sumum finnst það kannski koma svolítið að óvart af því við tengjum þetta við hormóna, við tengjum röddina við þegar strákar fara í mútur og svo framvegis og það er það sem er svolítið spennandi við þessa niðurstöðu er að við erum að læra eitthvað nýtt við þennan eiginleika. Að það eru engin augljós tengsl við hormóna út frá því hvað við vitum um þetta gen og svo framvegis,“ segir Rósa jafnframt. Samband tónhæðar og heilsu Það sé þó mögulegt þar sem sama erfðabreyta hafi líka áhrif á tjáningu á geni í nýrnahettum þar sem framleidd eru ýmis hormón sem geta haft áhrif á þessa tóna. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka nánar. Þá hafi sama erfðabreyta áhrif á hjarta og æðakerfi sem undirstrikar samband tónhæðar og líkamlegrar heilsu. „Ég held það sé mikilvægt að fólk viti að þetta sé kannski ekki augljós áhættuþáttur ef fólk er með hærri tónhæð þá ætti það ekki að hafa áhyggjur af því að það sé með háan púlsþrýsting eða eitthvað slíkt en þetta er mjög áhugaverð mynstur fyrir okkur að spá og spekúlera í,“ segir hún. Íslensk erfðagreining Heilsa Vísindi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances á föstudag og segir Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, niðurstöðurnar áhugaverðar. „Það er í raun mjög lítið vitað um erfðaþætti sem hafa áhrif á rödd og tal. Þarna erum við að fara svolítið nýstárlega aðferð að hreinlega taka upp, tal Íslendinga og gera mælingar á þessum upptökum. Og finnum þarna fyrsta breytileikann sem hefur áhrif á tónhæð í röddinni. Það er í rauninni fyrsti breytileikinn sem við vitum til að hefur áhrif á tónhæð,“ segir Rósa. Hefur áhrif á konur og karla Athyglisvert sé að erfðabreytan, ABCC9, sem fannst í rannsókninni hafi áhrif á rödd karla og kvenna óháð líkamsstærð. „Sumum finnst það kannski koma svolítið að óvart af því við tengjum þetta við hormóna, við tengjum röddina við þegar strákar fara í mútur og svo framvegis og það er það sem er svolítið spennandi við þessa niðurstöðu er að við erum að læra eitthvað nýtt við þennan eiginleika. Að það eru engin augljós tengsl við hormóna út frá því hvað við vitum um þetta gen og svo framvegis,“ segir Rósa jafnframt. Samband tónhæðar og heilsu Það sé þó mögulegt þar sem sama erfðabreyta hafi líka áhrif á tjáningu á geni í nýrnahettum þar sem framleidd eru ýmis hormón sem geta haft áhrif á þessa tóna. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka nánar. Þá hafi sama erfðabreyta áhrif á hjarta og æðakerfi sem undirstrikar samband tónhæðar og líkamlegrar heilsu. „Ég held það sé mikilvægt að fólk viti að þetta sé kannski ekki augljós áhættuþáttur ef fólk er með hærri tónhæð þá ætti það ekki að hafa áhyggjur af því að það sé með háan púlsþrýsting eða eitthvað slíkt en þetta er mjög áhugaverð mynstur fyrir okkur að spá og spekúlera í,“ segir hún.
Íslensk erfðagreining Heilsa Vísindi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59