Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 17:30 Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. Vísir/Steingrímur Dúi Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
„Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31
Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59