Börnin tala lítið en eru á batavegi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2023 20:32 Forseti landsins heimsótti börnin í gær. AP Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira