Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 07:22 Káramenn birtu þessa mynd af bitsárinu á kálfa Hilmars Halldórssonar eftir leikinn við Kormák/Hvöt. Samsett/Kári Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig. Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira