Kærkomin hlý tunga í miðri viku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 11:15 Sigurður segir að á höfuðborgarsvæðinu megi búast við 14 eða 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Vísir/Vilhelm Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður. Veður 17. júní Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Sjá meira
Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður.
Veður 17. júní Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Sjá meira