Oculis valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 11:27 Páll Ragnar Jóhannesson, forstöðumaður stefnumótunar Oculis, tók á móti verðlaunum sem voru afhent af forseta Íslandsm Guðna Th. Jóhannessyni, ásamt þeim Einari Stefánssyni, Þorsteini Loftssyni og starfsmönnum félagsins. Aðsend Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum. Í tilkynningu segir að það hafi verið Guðni Th. Jóhannesson forseti sem hafi afhent verðlaunin á föstudag. Fram kemur að Oculis hafi verið stofnað árið 2003 og byggi á uppfinningu þeirra Einars Stefánssonar, prófessor emeritus í augnlækningum, og Þorsteins Loftssonar, prófessor emeritus í lyfjafræði. „Fyrirtækið hefur þróað byltingarkennda tækni, OPTIREACH, við meðhöndlun augnsjúkdóma í afturhluta augans með augndropum sem auka leysanleika augnlyfja og gefa lengri virkni. Nú þegar hefur verið sýnt fram á virkni augndropanna fyrir sjónhimnubjúg af völdum sykursýkis í klínískum rannsóknum. Samhliða vinnur félagið að þróun líftækniaugndropa ásamt því að vera með taugaverndandi lyf á frumstigi fyrir augun. Oculis hefur náð eftirtektarverðum árangri og er því vel að því komið að vera Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 segir m.a. í mati dómnefndar. Starfsmenn Oculis ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.aðsend Auk Oculis voru það Controlant, Kerecis, Nox Medical, Orf Líftækni og Sidekick Health sem hlutu tilnefningar til verðlaunanna og var Kerecis veitt Þekkingarviðurkenning ársins 2023. Kerecis var stofnað árið 2009 og er í dag brautryðjandi á alþjóðlegum markaði með lífræðileg sárameðhöndlunarefni. Fyrirtækið notar á sjálfbæran máta aukaafurðir, svo sem þorskroð og fitusýrur, sem falla til við framleiðslu á sjávarafurðum til að mæta læknisfræðilegum áskorunum sem hingað til hafa verið óleystar. Vegferð Kerecis frá stofnun hefur verið aðdáunarverð og var fyrirtækið m.a. valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2015 og skipaði fyrr á árinu 2023 sæti á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Tekjur Kerecis árið 2022 námu um 10% af útflutningsverðmætum íslenska þorskaflans segir m.a. í mati dómnefndar,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Vísindi Oculis Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Í tilkynningu segir að það hafi verið Guðni Th. Jóhannesson forseti sem hafi afhent verðlaunin á föstudag. Fram kemur að Oculis hafi verið stofnað árið 2003 og byggi á uppfinningu þeirra Einars Stefánssonar, prófessor emeritus í augnlækningum, og Þorsteins Loftssonar, prófessor emeritus í lyfjafræði. „Fyrirtækið hefur þróað byltingarkennda tækni, OPTIREACH, við meðhöndlun augnsjúkdóma í afturhluta augans með augndropum sem auka leysanleika augnlyfja og gefa lengri virkni. Nú þegar hefur verið sýnt fram á virkni augndropanna fyrir sjónhimnubjúg af völdum sykursýkis í klínískum rannsóknum. Samhliða vinnur félagið að þróun líftækniaugndropa ásamt því að vera með taugaverndandi lyf á frumstigi fyrir augun. Oculis hefur náð eftirtektarverðum árangri og er því vel að því komið að vera Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 segir m.a. í mati dómnefndar. Starfsmenn Oculis ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.aðsend Auk Oculis voru það Controlant, Kerecis, Nox Medical, Orf Líftækni og Sidekick Health sem hlutu tilnefningar til verðlaunanna og var Kerecis veitt Þekkingarviðurkenning ársins 2023. Kerecis var stofnað árið 2009 og er í dag brautryðjandi á alþjóðlegum markaði með lífræðileg sárameðhöndlunarefni. Fyrirtækið notar á sjálfbæran máta aukaafurðir, svo sem þorskroð og fitusýrur, sem falla til við framleiðslu á sjávarafurðum til að mæta læknisfræðilegum áskorunum sem hingað til hafa verið óleystar. Vegferð Kerecis frá stofnun hefur verið aðdáunarverð og var fyrirtækið m.a. valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2015 og skipaði fyrr á árinu 2023 sæti á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Tekjur Kerecis árið 2022 námu um 10% af útflutningsverðmætum íslenska þorskaflans segir m.a. í mati dómnefndar,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Vísindi Oculis Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira