Rifust um vítið sem ÍBV fékk: „Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2023 13:01 ÍBV fékk sína aðra vítaspyrnu í leiknum gegn KR þegar Breki Ómarsson féll í baráttu við Sigurð Bjart Hallsson. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Ingason voru ekki sammála hvort vítaspyrnan sem ÍBV fékk undir lok leiksins gegn KR í Bestu deild karla hefði verið réttmæt. ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði. „Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum. „Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann. „Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert. „Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR ÍBV Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30 Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01 „Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði. „Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum. „Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann. „Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert. „Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR ÍBV Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30 Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01 „Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30
Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01
„Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15