Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. júní 2023 12:30 Stefnt var að því að starfshópur ríkis og sveitarfélaga myndi skila af sér niðurstöðum varðandi fjármagnsveitingar í málaflokki fatlaðara í apríl. Enn bólar ekkert á svörum. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira