„Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. júní 2023 07:00 Elli og Heiða með börnin sín tvö þau Þorgerði Leu og Ólaf Elí. aðsend Aðalheiður Ýr Óladóttir, fitnessdrottning eignaðist sitt fyrsta barn 2017. Í fyrra bættist barn númer tvö í hópinn. Hún lýsir upplifunum tveimur sem gjörólíkum. Aðalheiður, eða Heiða Óla, eins og hún kallar sig, á að baki glæstan feril en hún er margfaldur módel fitness meistari, hélt um tíma úti matarbloggi og þjálfaði í World Class. Í dag nýtur hún lífsins í fæðingarorlofi með börnin sín tvö. Fallegu systkinin komu í heiminn 2017 og 2022.aðsend Erlendur Kristjánsson unnustu Heiðu starfar við garðyrkju en hann rekur fyrirtækið Allt fyrir garðinn. Parið kynntist í gegnum stefnumótaforriti og segist Elli hafa vitað frá fyrstu stundu að Heiða yrði konan sín. Komst að óléttunni á afmælisdegi verðandi föðurs Spurð hvernig tilfinningin hafi verið að fá barnið sitt í fyrsta sinn í hendurnar segir Heiða hana þá skrítnustu í heimi. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að verða foreldri nema prófa sjálfur. Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri.“ Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Nei alls ekki. Ég held að maður geri það meira bara sjáfur, manni finnst maður verði að eiga allt, sem er svo kannski bara óþarfi,“ segir Heiða í viðtalsþættinum Móðurmál og heldur áfram. „Ég á tvö börn, strák fæddan 2017 og stelpu fædda 2022. Fjölskyldan saman á jólunum á síðasta ári.aðsend Í fyrra skiptið var ég var gengin sjö vikur þegar ég komst að því að ég væri barnshafandi. Það var á afmælisdegi mannsins míns og kom mjög á óvart. Við tók auðvitað strax mikil spenna og gleði. Barnið var svo velkomið þrátt fyrir að við hefðum ekki rætt barneignir.“ Blæddi alla meðgönguna Seinna barnið var mun planaðra og segir Heiða það hafa verið klassískt dæmi um að þegar parið hætti að ofhugsa barneignir kæmu gleðifréttirnar til þeirra. Yngri dóttirin lét aðeins bíða eftir sér en Heiða segir hana klassískt dæmi um að þegar pör hætti að ofhugsa barneignir rætist draumurinn. aðsend „Við vorum búin að reyna talsvert og því var þetta ofboðslega gleðilegt en á sama tíma helltist yfir mig kvíði í ljósi þess að ég hafði tvisvar sinnum misst fóstur í millitíðinni.“ Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Með strákinn leið mér ekki illa. Það eina sem var erfitt við þá meðgöngu var að það blæddi hjá mér alla meðgönguna sem var stressandi og tók mjög á andlega. Ég fékk mikinn þrýsting niður og samdrætti alltof snemma en ég var undir góðu eftirliti og þurfti að hætta að vinna og æfa á þrítugustu viku.“ Bæði börnin komu í heiminn á góðum tíma „Seinni meðgangan með stelpuna leið mér mun verr og var rosalega flökurt í margar vikur. Ég var mjög járnlaus og þurfti að lokum að fara í járngjöf. Þarna fékk ég líka fyrirvaraverkina alltof snemma og þurfti að fara mjög rólega undir lokin. Ég fékk stera þegar læknarnir héldu að ég væri að fara af stað of snemma en í bæði skipti komu börnin í heiminn á góðum tíma. Strákurinn viku fyrir settan dag og stelpan degi eftir settan dag.“ Æðahnútarnir komu á óvart Var eitthvað sem kom á óvart við sjálfa meðgönguna? „Það er ekkert sem mér dettur í hug nema kannski þrýstingurinn sem ég fékk í æðahnútana. Þeir gengu svo til baka en reyndust enn verri í seinni meðgöngunni. Ég þurfti að gangast undir aðgerð eftir á og láta taka æðar. Mér skylst að þetta sé algengt en ég hafði aldrei heyrt neinar tala um þetta.“ Fjölskyldan á góðri stund við suðræna strönd. aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Mér tókst það mjög vel. Það sá ekki mikið á mér og var ég fljót að ná mér til baka. Ég hef að vísu verið lengur að ná upp þoli eftir seinni meðgönguna en ég held það tengist járnleysinu. Ég get ekki lýst því hvað er mikill munur eftir að hafa farið í járngjöf. Ég var orðin svo sjúklega þreytt, andstutt og kraflaus en ég fann þvílíkan mun líka bara andlega eftir að hafa fengið járn.“ Erfið upplifun að ganga út um sömu dyr eftir fósturmissi Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Ég var mjög ánægð. Ljósmæðurnar í mæðravernd á minni heilsugæslu sem og þær sem tóku á móti í fæðingunni og komu heim voru allar dásamlegar. Í öll þessi auka skipti sem ég var send á kvennadeildina í monitor eða járngjöf var upplifunin bara góð. Við höfum hins vegar lent í því að missa fóstur og það er erfið upplifun að þurfa að ganga út um sömu hurð og þeir sem eru að koma glaðir með sónarmynd. Mín hugmynd er sú hvort hægt væri ekki að hafa annan útgang og foreldrum jafnvel veitt smá áfallahjálp. Í okkar tilfelli misstum við fóstrið á föstudegi en fengum að tala við lækni á þriðjudegi hvað framhaldið varðaði. Þegar ég mætti svo á þriðjudeginum kom í ljós að þá var tíu daga bið í aðgerð. Á sömu biðstofu horfir maður á konur ganga út með nýfæddu börnin sín. Þær sem eru að eiga og missa settar þarna saman. Er það ekki óþarfi?“ Kornstöng með grænmeti og eggjum í sérstöku uppáhaldi Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Já breyttist mjög mikið. Mig langaði í allt sem var brauð og kolvetni og fékk sömu löngun á báðum meðgöngunum í langloku sem heitir kornstöng með grænmeti og eggjum frá Júmbó, snakk með Voga ídýfu og drakk rosalega mikið af appelsínudjús.“ Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? „Hvort ég væri ekki að taka því rólega og hvílast nóg held ég allalvega undir lokin miðað við allt vesenið sem fylgdi hjá mér.“ Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Þreytan var klárlegast erfiðust. Enn meiri með seinna barn. Ég hugsaði oft um það sem vinkonur mínar sögðu við mig á fyrstu meðgögu „njóttu þess að geta lagt þig“ getur það ekki næst þegar þú ert með annað barn.“ Fannst fæðingin spennandi Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Mér fannst eiginlega allt skemmtilegt. Spennan að vita kynið, undirbúningurinn, meðgöngujóga hjá Auði sem ég fór í á báðum meðgöngunum og beið sepnnt eftir að komast í. Tilhlökkunin hjá eldra systkini og öllum í kringum mann og svo fæðingin sjálf. Mér fannst hún mjög spennandi ég var mun rólegri í seinna skiptið vitandi hvernig þetta yrði.“ Heiða þjáðist af miklum járnskorti alla meðgönguna og sætti sérstöku eftirliti sökum þess. aðsend Varstu í mömmuklúbb? „Ég var ekki í neinum mömmuklúbbum en mætti á tvo hittinga með fyrra barn og einn hitting með seinna. Ég átti vinkonur með börn á svipuðum tímum svo ég hitti þær eins og ég gat svo vorum við ungbarnasundi með þau bæði alveg nokkur námskeið og var með fyrra barn í mömmuleikfimi. Ég get ekki gefið mér eins mikinn tíma núna með seinni en það spilar mikið inní bæði minni tími með tvö börn og svo þreytan sem ég var að glíma við.“ Engin spurning að vita kynið Það kom aldrei neitt annað til greina en að fá að vita kynið og segir Heiða þau parið sammála um það sé must í ferlinu. „Það gerði allavega mikið fyrir okkur. Manninum mínum fannst hann til að mynda fá betri tenginu og ég gat undirbúið mig meira. Við fengum að vita kynið á 12 viku á seinni meðgöngu sem er fyrr en gengur og gerist. Ástæðan er sú að við fórum í NIPT rannsókn hjá Livio. Það litingarrannsókn sem þú borgar sjálfur fyrir og blóð úr móður sent út í rannsókn og þú færð að vita hvort það séu litingargallar og getur fengið að vita kynið í leiðinni ef þú óskar vilt. Heiða bar bumbuna vel enda í toppformi.aðsend Okkur fannst ekki spuring um annað en að fara í þetta þar sem þetta er í boði og kvíðinn sem fylgdi því að hafa misst tvisvar sinnum. Þetta róaði mig gríðarlega.“ Rembingstilfinning á bílaplaninu Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Meðgöngujóga hjálpaði mér mjög mikið. Ég notaði mest önduninna sem ég lærði þar í fæðingunum. Lavender sprayið notaði ég þó ekki neitt og fór ekki í bað enda var enginn tími til þess. Maðurinn minn mátti ekki snerta mig svo nuddið sem hann lærði var ekkert notað.“ Heiða segir báðar fæðingar hafa gengið hratt og vel fyrir sig. aðsend Hvernig gekk fæðingin? „Í báðum tilfellum gengu fæðingarnar vel. Ég fór ekki upp eftir fyrr en ég var komin með mikla samdrætti og var byrjuð að fá rembingstilfinningu þegar keyrt var inn á bílaplanið. Þá var enginn tími fyrir neitt og ég komin með góða útvíkkun. Börnin komu bæði í heiminn stuttu eftir að ég kom á spítalann.“ Heiða segir eina muninn á milli fæðinganna þá að drengurinn fæddist á hlið en stelpuna fæddi hún á fjórum fótum. Stelling sem hún mælir með. aðsend Heiða nýtti sér engar deyfingar en vildi prófa baðið í seinni fæðingunni. „Það var enn að renna í það þegar ég byrjaði að rembast en ég fékk smá glaðloft og notaði jógaöndunina með. Eini munurinn á fæðingunum tveimur er sennilega sá að ég fæddi strákinn á hlið en stelpuna á fjórum fótum. Það var algjör snilld sem ég mæli með.“ Mun viðkvæmari í fyrra skiptið Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Ég átti mjög ólíka upplifun af sængulegunni. Ég var kvíðnari með allt í fyrsta skipti sem er eðlilegt. Stressuð að sofna fyrstu næturnar og kannski ekki vakna ef barnið mundi vakna en líka stressuð yfir því að sofana og barnið væri ekki anda. Fyrstu næturnar á sjúkrahúsinu skiptumst við því á að sofa og þorðum alls ekki að hafa hann upp í fyrst um sinn. Ég var mun viðkvæmari og grét með hann á brjósti fyrstu dagana því ég vissi ekki að það yrði svona vont. Nú, með seinni, er ég mun rólegri. Hún svaf strax upp í og sefur enn. Ég er sjálf miklu slakari sem held að hafi líka áhrif á barnið.“ Fengu forn íslensk nöfn í bland við stutt alþjóðleg Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Það gekk vel með bæði nöfnin en samt ekkert sem var ákveðið fyrr en börnin komu í heiminn og besta ráðið er að bóka bara prest og ákveða dag og þá verður að ákveða nafnið. Börnin okkar fengu bæði forn íslensk nöfn frá afa sínum og ömmu svo stutt alþjóðlegt eftirnafn úr biblínunni. Ólafur Elí og Þorgerður Lea.“ Þorgerður Lea og Ólafur Elí eru falleg systkini.aðsend Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst og gast haft börnin á brjósti? „Brjóstagjöfin gekk vel í bæði skiptin. Ég fékk einu sinni stíflu í fyrra skiptið með strákinn en var með hann í 13 mánuði og stelpuna í 14 mánuði en eina með hana að hún átti sér meira uppáhalds brjóst og síðustu mánuðina tók hún bara það brjóst.“ Naut alls betur í seinna skiptið Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Besta ráð sem ég get gefið er að njóta eins og hægt er bæði meðgöngunnar og sængurlegunnar og ekki hafa of mikil plön í gangi og gestagang. Mér fannst ég til að mynda njóta alls betur í seinna skiptið eftir covid. Það var ekki eins mikill gestagangur og við bara meira heima að njóta og kynnast. Ekki plana fæðinguna heldur of mikið heldur láta hana bara ráðast. Auðvitað er gott að hafa hugmyndir eins og mig langaði að prófa bað en það náðist ekki og mig langaði að prófa vera á fjórnum fótum og mér tókst það.“ Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Fannst líkaminn vera að svíkja mig Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. 2. maí 2023 20:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Aðalheiður, eða Heiða Óla, eins og hún kallar sig, á að baki glæstan feril en hún er margfaldur módel fitness meistari, hélt um tíma úti matarbloggi og þjálfaði í World Class. Í dag nýtur hún lífsins í fæðingarorlofi með börnin sín tvö. Fallegu systkinin komu í heiminn 2017 og 2022.aðsend Erlendur Kristjánsson unnustu Heiðu starfar við garðyrkju en hann rekur fyrirtækið Allt fyrir garðinn. Parið kynntist í gegnum stefnumótaforriti og segist Elli hafa vitað frá fyrstu stundu að Heiða yrði konan sín. Komst að óléttunni á afmælisdegi verðandi föðurs Spurð hvernig tilfinningin hafi verið að fá barnið sitt í fyrsta sinn í hendurnar segir Heiða hana þá skrítnustu í heimi. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að verða foreldri nema prófa sjálfur. Ég upplifði hamingjuvímu eins og að hafa unnið keppni nema þúsund sinnum betri.“ Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Nei alls ekki. Ég held að maður geri það meira bara sjáfur, manni finnst maður verði að eiga allt, sem er svo kannski bara óþarfi,“ segir Heiða í viðtalsþættinum Móðurmál og heldur áfram. „Ég á tvö börn, strák fæddan 2017 og stelpu fædda 2022. Fjölskyldan saman á jólunum á síðasta ári.aðsend Í fyrra skiptið var ég var gengin sjö vikur þegar ég komst að því að ég væri barnshafandi. Það var á afmælisdegi mannsins míns og kom mjög á óvart. Við tók auðvitað strax mikil spenna og gleði. Barnið var svo velkomið þrátt fyrir að við hefðum ekki rætt barneignir.“ Blæddi alla meðgönguna Seinna barnið var mun planaðra og segir Heiða það hafa verið klassískt dæmi um að þegar parið hætti að ofhugsa barneignir kæmu gleðifréttirnar til þeirra. Yngri dóttirin lét aðeins bíða eftir sér en Heiða segir hana klassískt dæmi um að þegar pör hætti að ofhugsa barneignir rætist draumurinn. aðsend „Við vorum búin að reyna talsvert og því var þetta ofboðslega gleðilegt en á sama tíma helltist yfir mig kvíði í ljósi þess að ég hafði tvisvar sinnum misst fóstur í millitíðinni.“ Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Með strákinn leið mér ekki illa. Það eina sem var erfitt við þá meðgöngu var að það blæddi hjá mér alla meðgönguna sem var stressandi og tók mjög á andlega. Ég fékk mikinn þrýsting niður og samdrætti alltof snemma en ég var undir góðu eftirliti og þurfti að hætta að vinna og æfa á þrítugustu viku.“ Bæði börnin komu í heiminn á góðum tíma „Seinni meðgangan með stelpuna leið mér mun verr og var rosalega flökurt í margar vikur. Ég var mjög járnlaus og þurfti að lokum að fara í járngjöf. Þarna fékk ég líka fyrirvaraverkina alltof snemma og þurfti að fara mjög rólega undir lokin. Ég fékk stera þegar læknarnir héldu að ég væri að fara af stað of snemma en í bæði skipti komu börnin í heiminn á góðum tíma. Strákurinn viku fyrir settan dag og stelpan degi eftir settan dag.“ Æðahnútarnir komu á óvart Var eitthvað sem kom á óvart við sjálfa meðgönguna? „Það er ekkert sem mér dettur í hug nema kannski þrýstingurinn sem ég fékk í æðahnútana. Þeir gengu svo til baka en reyndust enn verri í seinni meðgöngunni. Ég þurfti að gangast undir aðgerð eftir á og láta taka æðar. Mér skylst að þetta sé algengt en ég hafði aldrei heyrt neinar tala um þetta.“ Fjölskyldan á góðri stund við suðræna strönd. aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Mér tókst það mjög vel. Það sá ekki mikið á mér og var ég fljót að ná mér til baka. Ég hef að vísu verið lengur að ná upp þoli eftir seinni meðgönguna en ég held það tengist járnleysinu. Ég get ekki lýst því hvað er mikill munur eftir að hafa farið í járngjöf. Ég var orðin svo sjúklega þreytt, andstutt og kraflaus en ég fann þvílíkan mun líka bara andlega eftir að hafa fengið járn.“ Erfið upplifun að ganga út um sömu dyr eftir fósturmissi Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Ég var mjög ánægð. Ljósmæðurnar í mæðravernd á minni heilsugæslu sem og þær sem tóku á móti í fæðingunni og komu heim voru allar dásamlegar. Í öll þessi auka skipti sem ég var send á kvennadeildina í monitor eða járngjöf var upplifunin bara góð. Við höfum hins vegar lent í því að missa fóstur og það er erfið upplifun að þurfa að ganga út um sömu hurð og þeir sem eru að koma glaðir með sónarmynd. Mín hugmynd er sú hvort hægt væri ekki að hafa annan útgang og foreldrum jafnvel veitt smá áfallahjálp. Í okkar tilfelli misstum við fóstrið á föstudegi en fengum að tala við lækni á þriðjudegi hvað framhaldið varðaði. Þegar ég mætti svo á þriðjudeginum kom í ljós að þá var tíu daga bið í aðgerð. Á sömu biðstofu horfir maður á konur ganga út með nýfæddu börnin sín. Þær sem eru að eiga og missa settar þarna saman. Er það ekki óþarfi?“ Kornstöng með grænmeti og eggjum í sérstöku uppáhaldi Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Já breyttist mjög mikið. Mig langaði í allt sem var brauð og kolvetni og fékk sömu löngun á báðum meðgöngunum í langloku sem heitir kornstöng með grænmeti og eggjum frá Júmbó, snakk með Voga ídýfu og drakk rosalega mikið af appelsínudjús.“ Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? „Hvort ég væri ekki að taka því rólega og hvílast nóg held ég allalvega undir lokin miðað við allt vesenið sem fylgdi hjá mér.“ Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Þreytan var klárlegast erfiðust. Enn meiri með seinna barn. Ég hugsaði oft um það sem vinkonur mínar sögðu við mig á fyrstu meðgögu „njóttu þess að geta lagt þig“ getur það ekki næst þegar þú ert með annað barn.“ Fannst fæðingin spennandi Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Mér fannst eiginlega allt skemmtilegt. Spennan að vita kynið, undirbúningurinn, meðgöngujóga hjá Auði sem ég fór í á báðum meðgöngunum og beið sepnnt eftir að komast í. Tilhlökkunin hjá eldra systkini og öllum í kringum mann og svo fæðingin sjálf. Mér fannst hún mjög spennandi ég var mun rólegri í seinna skiptið vitandi hvernig þetta yrði.“ Heiða þjáðist af miklum járnskorti alla meðgönguna og sætti sérstöku eftirliti sökum þess. aðsend Varstu í mömmuklúbb? „Ég var ekki í neinum mömmuklúbbum en mætti á tvo hittinga með fyrra barn og einn hitting með seinna. Ég átti vinkonur með börn á svipuðum tímum svo ég hitti þær eins og ég gat svo vorum við ungbarnasundi með þau bæði alveg nokkur námskeið og var með fyrra barn í mömmuleikfimi. Ég get ekki gefið mér eins mikinn tíma núna með seinni en það spilar mikið inní bæði minni tími með tvö börn og svo þreytan sem ég var að glíma við.“ Engin spurning að vita kynið Það kom aldrei neitt annað til greina en að fá að vita kynið og segir Heiða þau parið sammála um það sé must í ferlinu. „Það gerði allavega mikið fyrir okkur. Manninum mínum fannst hann til að mynda fá betri tenginu og ég gat undirbúið mig meira. Við fengum að vita kynið á 12 viku á seinni meðgöngu sem er fyrr en gengur og gerist. Ástæðan er sú að við fórum í NIPT rannsókn hjá Livio. Það litingarrannsókn sem þú borgar sjálfur fyrir og blóð úr móður sent út í rannsókn og þú færð að vita hvort það séu litingargallar og getur fengið að vita kynið í leiðinni ef þú óskar vilt. Heiða bar bumbuna vel enda í toppformi.aðsend Okkur fannst ekki spuring um annað en að fara í þetta þar sem þetta er í boði og kvíðinn sem fylgdi því að hafa misst tvisvar sinnum. Þetta róaði mig gríðarlega.“ Rembingstilfinning á bílaplaninu Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Meðgöngujóga hjálpaði mér mjög mikið. Ég notaði mest önduninna sem ég lærði þar í fæðingunum. Lavender sprayið notaði ég þó ekki neitt og fór ekki í bað enda var enginn tími til þess. Maðurinn minn mátti ekki snerta mig svo nuddið sem hann lærði var ekkert notað.“ Heiða segir báðar fæðingar hafa gengið hratt og vel fyrir sig. aðsend Hvernig gekk fæðingin? „Í báðum tilfellum gengu fæðingarnar vel. Ég fór ekki upp eftir fyrr en ég var komin með mikla samdrætti og var byrjuð að fá rembingstilfinningu þegar keyrt var inn á bílaplanið. Þá var enginn tími fyrir neitt og ég komin með góða útvíkkun. Börnin komu bæði í heiminn stuttu eftir að ég kom á spítalann.“ Heiða segir eina muninn á milli fæðinganna þá að drengurinn fæddist á hlið en stelpuna fæddi hún á fjórum fótum. Stelling sem hún mælir með. aðsend Heiða nýtti sér engar deyfingar en vildi prófa baðið í seinni fæðingunni. „Það var enn að renna í það þegar ég byrjaði að rembast en ég fékk smá glaðloft og notaði jógaöndunina með. Eini munurinn á fæðingunum tveimur er sennilega sá að ég fæddi strákinn á hlið en stelpuna á fjórum fótum. Það var algjör snilld sem ég mæli með.“ Mun viðkvæmari í fyrra skiptið Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Ég átti mjög ólíka upplifun af sængulegunni. Ég var kvíðnari með allt í fyrsta skipti sem er eðlilegt. Stressuð að sofna fyrstu næturnar og kannski ekki vakna ef barnið mundi vakna en líka stressuð yfir því að sofana og barnið væri ekki anda. Fyrstu næturnar á sjúkrahúsinu skiptumst við því á að sofa og þorðum alls ekki að hafa hann upp í fyrst um sinn. Ég var mun viðkvæmari og grét með hann á brjósti fyrstu dagana því ég vissi ekki að það yrði svona vont. Nú, með seinni, er ég mun rólegri. Hún svaf strax upp í og sefur enn. Ég er sjálf miklu slakari sem held að hafi líka áhrif á barnið.“ Fengu forn íslensk nöfn í bland við stutt alþjóðleg Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Það gekk vel með bæði nöfnin en samt ekkert sem var ákveðið fyrr en börnin komu í heiminn og besta ráðið er að bóka bara prest og ákveða dag og þá verður að ákveða nafnið. Börnin okkar fengu bæði forn íslensk nöfn frá afa sínum og ömmu svo stutt alþjóðlegt eftirnafn úr biblínunni. Ólafur Elí og Þorgerður Lea.“ Þorgerður Lea og Ólafur Elí eru falleg systkini.aðsend Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst og gast haft börnin á brjósti? „Brjóstagjöfin gekk vel í bæði skiptin. Ég fékk einu sinni stíflu í fyrra skiptið með strákinn en var með hann í 13 mánuði og stelpuna í 14 mánuði en eina með hana að hún átti sér meira uppáhalds brjóst og síðustu mánuðina tók hún bara það brjóst.“ Naut alls betur í seinna skiptið Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Besta ráð sem ég get gefið er að njóta eins og hægt er bæði meðgöngunnar og sængurlegunnar og ekki hafa of mikil plön í gangi og gestagang. Mér fannst ég til að mynda njóta alls betur í seinna skiptið eftir covid. Það var ekki eins mikill gestagangur og við bara meira heima að njóta og kynnast. Ekki plana fæðinguna heldur of mikið heldur láta hana bara ráðast. Auðvitað er gott að hafa hugmyndir eins og mig langaði að prófa bað en það náðist ekki og mig langaði að prófa vera á fjórnum fótum og mér tókst það.“
Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Fannst líkaminn vera að svíkja mig Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. 2. maí 2023 20:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01
Fannst líkaminn vera að svíkja mig Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. 2. maí 2023 20:00