Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á dýrtíð og stökkbreyttan húsnæðiskostnað. Vísir/Vilhelm Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“ Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“
Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“