„Ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í“ Jón Már Ferro skrifar 15. júní 2023 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fagnar aukinni stemningu í kringum landsliðið eftir erfið undanfarin ár. Hann er hluti af landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira