Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2023 15:01 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“ Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“
Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira