Brim semur um 33 milljarða lán Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 12:17 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélagið Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“ Brim Sjávarútvegur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“
Brim Sjávarútvegur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira