„Einkum og sér í lagi að spila nýja efnið mitt og sérstaklega spenntur fyrir því að taka Spurningar með Birni sem hefur aldrei heyrst live á Þjóðhátíð, það verður geggjað.“
Enn bætist í hópinn
Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni, Bríet, Friðrik Dór, Stjórnin, Klara Elías, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Una Torfa, Jóhanna Guðrún, Diljá Pétursdóttir, Jón Ólafsson ásamt Hildi Völu, Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev.
Enn á þó eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. Forsalan er hafin á má nálgast miða á dalurinn.is
Emmsjé Gauti flytur Þjóðhátíðarlagið
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti frumflutti Þjóðhátíðarlagið, Þúsund hjörtu, í byrjun mánaðarins, sem hefur fengið góðar undirtekir.
Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér að neðan.