Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2023 13:23 Marek Hamsik er þekktur fyrir sinn fræga hanakamb. getty/Luka Stanzl Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að. Á blaðamannafundi landsliðsins í dag var Åge Hareide spurður út í Hamsik og Skrniar og hvort hann vildi að þeir myndu spila vegna skorts á leikæfingu. „Ég myndi ekki orða það þannig því þá ertu að horfa niður á leikmennina. Ég er viss um að þeir séu klárir að spila fyrst þeir voru valdir. Þetta eru góðir leikmenn en hvaða leikmenn Slóvakía notar skiptir mig ekki máli,“ sagði Hareide. „Hamsik er með flott hár og það gæti trekkt að. Við þurfum að sjá um alla leikmennina í slóvakíska liðinu og þeir eru góðir. Hamsik var einn þeirra besti leikmaður í mörg ár og Skrniar er góður varnarmaður,“ bætti Hareide við. Hamsik var hættur í slóvakíska landsliðinu en sneri aftur í það fyrir leikina sem framundan eru. Hann var síðast á mála hjá Trabzonspor í Tyrklandi en flestir tengja hann eflaust við Napoli. Hamsik lék með ítalska liðinu í tólf ár (2007-19) og er leikja- og markahæstur í sögu þess. Skrniar hefur leikið með Inter undanfarin ár en er búinn að semja við Paris Saint-Germain og gengur í raðir Frakklandsmeistaranna í sumar. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan. 16. júní 2023 13:15 Arnór meiddur og ekki með Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 13:01 Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 12:21 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Sjá meira
Á blaðamannafundi landsliðsins í dag var Åge Hareide spurður út í Hamsik og Skrniar og hvort hann vildi að þeir myndu spila vegna skorts á leikæfingu. „Ég myndi ekki orða það þannig því þá ertu að horfa niður á leikmennina. Ég er viss um að þeir séu klárir að spila fyrst þeir voru valdir. Þetta eru góðir leikmenn en hvaða leikmenn Slóvakía notar skiptir mig ekki máli,“ sagði Hareide. „Hamsik er með flott hár og það gæti trekkt að. Við þurfum að sjá um alla leikmennina í slóvakíska liðinu og þeir eru góðir. Hamsik var einn þeirra besti leikmaður í mörg ár og Skrniar er góður varnarmaður,“ bætti Hareide við. Hamsik var hættur í slóvakíska landsliðinu en sneri aftur í það fyrir leikina sem framundan eru. Hann var síðast á mála hjá Trabzonspor í Tyrklandi en flestir tengja hann eflaust við Napoli. Hamsik lék með ítalska liðinu í tólf ár (2007-19) og er leikja- og markahæstur í sögu þess. Skrniar hefur leikið með Inter undanfarin ár en er búinn að semja við Paris Saint-Germain og gengur í raðir Frakklandsmeistaranna í sumar. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan. 16. júní 2023 13:15 Arnór meiddur og ekki með Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 13:01 Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 12:21 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu fór fram klukkan 12.45 í Laugardal í dag. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum og sjá má upptöku af fundinum hér að neðan. 16. júní 2023 13:15
Arnór meiddur og ekki með Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 13:01
Lars horfði á lokaæfinguna fyrir Slóvakíuleikinn Lars Lagerbäck var á Laugardalsvelli í hádeginu og fylgdist með síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024. 16. júní 2023 12:21