Innlent

Sex sóttu um em­bætti for­stjóra Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, eru meðal umsækjenda um forstjórastarfið.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, eru meðal umsækjenda um forstjórastarfið. Samsett

Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem auglýst var laust til umsóknar í maí. Meðal þeirra eru Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, maður ársins 2021, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga.

Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri
  • Nanna Sigríður Kristinsdóttir, heimilislæknir
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga
  • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
  • Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála

Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. 

Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið til fimm ára frá 1. september 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×