Tæp fjórtán hundruð mótmæla mögulegri lokun Tjarnarbíós Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 19:00 Guðmundur Felixson leikari hóf undirskriftasöfnun í dag vegna mögulegrar lokunar Tjarnarbíós. Stöð 2 Alls hafa tæp 1.400 skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknum stuðningi við Tjarnarbíó en í vikunni var greint frá því að fái leikhúsið ekki meira fjármagn og húsnæðið stækkað verði þau að skella í lás í haust. Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér. Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér.
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00