Rétt yfir tvö þúsund miðar eftir á stórleik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2023 12:45 Tólfan verður öflug í stúkunni í kvöld Vísir/Vilhelm Gunnarsson Búast má við mikilli stemningu á Laugardalsvelli í kvöld þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Slóvakíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira