Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2023 09:05 Ingvar Svendsen með 86 sm lax úr Kverkinni í Hítará Nú opna laxveiðiárnar hver af annari og það veit vonandi á gott sumar að sjá góðar tölur í opnun og spennan magnast eftir því að sjá stóru göngurnar af eins árs laxi. Hítará er ein af þeim ám sem var að opna um helgina og það verður ekki annað sagt en að hún hafi opnað vel en á fyrstu vakt veiddust sjö laxar og þrír á síðdegisvaktinni. Það veiddust bæði tveggja ára laxar og eins árs laxar í bland og var stærsti laxinn 86 sm. Að venju er veiðin gjarnan best á neðri hlutanum af ánni en í jafn góðu vatni og Hítará er í núna verður laxinn líklega fljótur að dreifa sér. Veiði hófst líka í Grímsá og komu þrír laxar á land á fyrsta degi sem er bara viðundandi en laxar sástu nokkuð víða í ánni. Laxarnir veiddust í Laxfossi, Strengjum og Langadrætti en laxar sáust einnig fyrir ofan brú þó ekkert hafi veiðst þar. Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Með augum urriðans Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði
Hítará er ein af þeim ám sem var að opna um helgina og það verður ekki annað sagt en að hún hafi opnað vel en á fyrstu vakt veiddust sjö laxar og þrír á síðdegisvaktinni. Það veiddust bæði tveggja ára laxar og eins árs laxar í bland og var stærsti laxinn 86 sm. Að venju er veiðin gjarnan best á neðri hlutanum af ánni en í jafn góðu vatni og Hítará er í núna verður laxinn líklega fljótur að dreifa sér. Veiði hófst líka í Grímsá og komu þrír laxar á land á fyrsta degi sem er bara viðundandi en laxar sástu nokkuð víða í ánni. Laxarnir veiddust í Laxfossi, Strengjum og Langadrætti en laxar sáust einnig fyrir ofan brú þó ekkert hafi veiðst þar.
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Með augum urriðans Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði