Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 11:30 Cristiano Ronaldo segist löngu vera orðinn vanur því að vera marinn eftir fótboltaleiki. Vísir/Vilhelm/Getty „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira