Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 15:09 Hin hollenska Jansen er komin alveg á steypirinn. Skjáskot/Youtube Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar. Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar.
Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira