Óvænt úrslit í riðli Íslands | Håland á skotskónum Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2023 21:21 Erling Braut Håland skoraði fyrir Noreg í kvöld. Vísir/Getty Erling Braut Håland skoraði tvö mörk fyrir Noreg í öruggum sigri liðsins í Kýpur í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þá vann Lúxemborg óvæntan sigur í riðli Íslands. Noregur hefur ekki riðið feitum hesti í A-riðli undankeppni Evrópumótsins en liðið var aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann hins vegar þægilegan sigur á Kýpur í Osló og skoraði Erling Håland tvö síðari mörk liðsins í seinni hálfleik eftir að Ola Solbakken hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleiknum. Kýpur minnkaði síðan muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Noreg. Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Bosníu á útivelli í kvöld. Liðin leika í riðli Íslands en Ísland tapaði einmitt fyrir Bosníu þegar liðin mættust í mars. Yvandro Borges Sanches og Daniel Sinani skoruðu mörk Lúxemborg í síðari hálfleik en liðið er nú með sjö stig í þriðja sæti J-riðils. Bosnía-Hersegóvína er í fjórða sæti með þrjú stig, jafn mörg stig og Ísland sem er í sætinu fyrir neðan. Vesen hjá Svíum Svíþjóð er í bölvuðum vandræðum í F-riðli eftir tap gegn Austurríki í kvöld. Austurríki er í efsta sætinu með tíu stig eftir 2-0 sigur þar sem Christoph Baumgartner, leikmaður Hoffenheim, skoraði bæði mörk liðsins. Svíar eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Belgum í þriðja sætinu. Í þriðja leik J-riðils, riðli Íslands, vann Slóvakía nauman sigur á Licthenstein. Denis Vavro skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Slóvakar eru tveimur stigum á eftir Portúgal, með tíu stig eftir fjóra leiki. Romelu Lukaku var á skotskónum fyrir Belga sem unnu 3-0 útisigur á Eistlandi. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Johan Bakayoki bætti þriðja markinu við undir lokin. Önnur úrslit í kvöld: Moldóva - Pólland 3-2Færeyjar - Albanía 1-3Ungverjaland - Litháen 2-0Búlgaría - Serbía 1-1 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Noregur hefur ekki riðið feitum hesti í A-riðli undankeppni Evrópumótsins en liðið var aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann hins vegar þægilegan sigur á Kýpur í Osló og skoraði Erling Håland tvö síðari mörk liðsins í seinni hálfleik eftir að Ola Solbakken hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleiknum. Kýpur minnkaði síðan muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Noreg. Lúxemborg gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Bosníu á útivelli í kvöld. Liðin leika í riðli Íslands en Ísland tapaði einmitt fyrir Bosníu þegar liðin mættust í mars. Yvandro Borges Sanches og Daniel Sinani skoruðu mörk Lúxemborg í síðari hálfleik en liðið er nú með sjö stig í þriðja sæti J-riðils. Bosnía-Hersegóvína er í fjórða sæti með þrjú stig, jafn mörg stig og Ísland sem er í sætinu fyrir neðan. Vesen hjá Svíum Svíþjóð er í bölvuðum vandræðum í F-riðli eftir tap gegn Austurríki í kvöld. Austurríki er í efsta sætinu með tíu stig eftir 2-0 sigur þar sem Christoph Baumgartner, leikmaður Hoffenheim, skoraði bæði mörk liðsins. Svíar eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Belgum í þriðja sætinu. Í þriðja leik J-riðils, riðli Íslands, vann Slóvakía nauman sigur á Licthenstein. Denis Vavro skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Slóvakar eru tveimur stigum á eftir Portúgal, með tíu stig eftir fjóra leiki. Romelu Lukaku var á skotskónum fyrir Belga sem unnu 3-0 útisigur á Eistlandi. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Johan Bakayoki bætti þriðja markinu við undir lokin. Önnur úrslit í kvöld: Moldóva - Pólland 3-2Færeyjar - Albanía 1-3Ungverjaland - Litháen 2-0Búlgaría - Serbía 1-1
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira