„Við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 13:10 Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segist ekki sjá neinar verulegar lækkanir á íbúðaverði í kortunum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka fjórða mánuðinn í röð og nam hækkunin milli apríl og maí 0,7 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hækkanirnar þó ekkert í líkingu við þær sem voru fyrir ári þegar vextir voru lágir og eftirspurn í hámarki. Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira