Gundogan búinn að ákveða sig | Newcastle að næla í Tonali Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:46 Gundogan og Tonali virðast báðir ætla að leita á nýajr slóðir í sumar. Vísir/Getty Ilkay Gundogan mun ganga til liðs við Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá hefur Newcastle lagt fram tilboð í miðjumanninn Sandro Tonali hjá AC Milan. Framtíð Ilkay Gundogan hefur verið í óvissu síðustu vikur og mánuði en samningur hans hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City rennur út í sumar. Gundogan hefur ítrekað verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona en Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann vilji fyrir alla muni halda Þjóðverjanum í Manchesterborg. Nú greinir íþróttafréttmaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gundogan sé búinn að skrifa undir við Barcelona og hefur skellt sínum víðsfræga frasa „Here we go!“ við færslu sína á Twitter en Romano þykir afar trúverðugur í félagaskiptabransanum. Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It s done deal, signed few minutes ago. #FCBGündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Samkvæmt Romano hefur Gundogan skrifað undir tveggja ára samning við Barcelona en hann var fyrirliði Manchester City á síðasta tímabili og er hvalreki fyrir Xavi og lærisveina hans. Þá greina enskir fjölmiðlar frá því að Newcastle hafi lagt fram 55 milljón punda tilboð í Sandro Tonali miðjumann AC Milan. Tonali er tuttugu og þriggja ára gamall miðjumaður sem var í lykilhlutverki hjá AC Milan á nýliðnu tímabili. Tonali hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir ítalska landsliðið og hefur komið við sögu hjá ítalska liðinu í undankeppni Evrópumótsins nú í vor. Tonali er fyrsta val knattspyrnustjórans Eddie Howe til að styrkja miðsvæðið hjá Newcastle en viðræður félagsins við ítalska stórveldið hafa staðið yfir síðasta sólarhringinn. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Framtíð Ilkay Gundogan hefur verið í óvissu síðustu vikur og mánuði en samningur hans hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City rennur út í sumar. Gundogan hefur ítrekað verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona en Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann vilji fyrir alla muni halda Þjóðverjanum í Manchesterborg. Nú greinir íþróttafréttmaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gundogan sé búinn að skrifa undir við Barcelona og hefur skellt sínum víðsfræga frasa „Here we go!“ við færslu sína á Twitter en Romano þykir afar trúverðugur í félagaskiptabransanum. Ilkay Gündogan to Barcelona, here we go! Final approval arrived on club side to register him as new signing, green light from the player. It s done deal, signed few minutes ago. #FCBGündogan has agreed a two year deal valid until June 2025 with option for further year. pic.twitter.com/Gr467hNBms— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Samkvæmt Romano hefur Gundogan skrifað undir tveggja ára samning við Barcelona en hann var fyrirliði Manchester City á síðasta tímabili og er hvalreki fyrir Xavi og lærisveina hans. Þá greina enskir fjölmiðlar frá því að Newcastle hafi lagt fram 55 milljón punda tilboð í Sandro Tonali miðjumann AC Milan. Tonali er tuttugu og þriggja ára gamall miðjumaður sem var í lykilhlutverki hjá AC Milan á nýliðnu tímabili. Tonali hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir ítalska landsliðið og hefur komið við sögu hjá ítalska liðinu í undankeppni Evrópumótsins nú í vor. Tonali er fyrsta val knattspyrnustjórans Eddie Howe til að styrkja miðsvæðið hjá Newcastle en viðræður félagsins við ítalska stórveldið hafa staðið yfir síðasta sólarhringinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira