„Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2023 23:16 Jón Gunnar og Guðmundur Arnar segja það vera réttlætismál að fólk hafi góð tól til að læra íslensku. Vísir/Steingrímur Dúi Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01
Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26
Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31