Bíræfnir blómaþjófar í bænum Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 12:13 Fólkið sem gekk fram hjá forsetanum um þrjúleytið sá sér leik á borði og ákvað að kippa með sé blómapotti. Aðsent Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. Undanfarnar tvær vikur hefur þrisvar sinnum birst færsla á íbúahóp Miðborgar á Facebook um að blómapottum hafi verið stolið. Í ummælum við færslurnar kannast enn fleiri við að hafa lent í blómastuldi og reyndar líka stuldi á enn fleiri hlutum. Þá vekur sérstaka athygli hve oft hortensíum var stolið en þær kosta á bilinu 3.500 til átta þúsund krónur í blómabúðum. Kipptu monsteru með sér Á fimmtudaginn deildi veitingastaðurinn ForsetinnCafé myndum úr eftirlitsmyndavélum af fólki sem gekk fram hjá staðnum um miðja nótt og tóku með sér monsteru í potti. Við færsluna stóð „Þurfum við virkilega að tæma útisvæðið okkar vegna svona vitleysinga. Erum að reyna að lífga upp á miðbæinn. Er ekki á vegum borgarinnar!“ Daginn eftir deildu forsvarsmenn færslunni og óskuðu eftir upplýsingum um þjófana. Hér fyrir neðan má sjá myndir af fólkinu fyrir og eftir stuldinn (ef maður rennir strikinu til hliðar). Vísir ræddi við Soffíu Böðvarsdóttur, eiganda ForsetansCafé, sem sagði þetta vera annað skiptið sem blómapottar eru fjarlægðir fyrir utan staðinn. „Í fyrra skiptið var farið klukkan hálf þrjú um nótt og einn pottur tekinn og settur í stigaganginn á næsta veitingastað. Það var nágranni okkar sem sagði að blómið væri þar. Við gátum þá tekið það til baka,“ sagði Soffía. „Svo kom þetta fólk og ákvað að taka báða pottana,“ sagði hún og bætti við „fólk er labbandi um bæinn eftir djammið og finnst þetta eitthvað voða sniðugt. Ég skil það þannig.“ Lítil verðmæti en kostar tíma og vinnu Soffía segir að þó um sé að ræða lítil verðmæti þá kosti það tíma, vinnu og pening að standa í því að fegra umhverfi sitt og það sé leiðinlegt að fólk geti ekki látið hlutina í friði. „Ég er búin að kaupa tvo blómapotta og allt skiptir nú máli í rekstri þó fólk átti sig kannski ekki á því. Maður er búinn að hafa fyrir því að kaupa þetta og setja þarna út til að fegra umhverfið á okkar stutta sumri hérna heima og manni finnst leiðinlegt að þetta skuli vera í gangi,“ segir Soffía. Búið er að má burt andlit þjófanna að beiðni eiganda ForsetansCafé. Einn þeirra heldur á monsteru en að sögn Soffíu tóku þau tvo potta.Aðsent „Ég sá á viðbrögðunum hjá mér að þetta er ekki bara hjá okkur. Þetta er eitthvað sem virðist vera mjög algengt hérna niðri í bæ, að eyðileggja fyrir fólki,“ segir hún. En við færsluna skrifaði kona nokkur að hún hefði lent í því daginn áður að blómapotti hefði verið stolið fyrir utan húsið hennar um miðjan dag. „Svo finnst manni mjög leiðinlegt að fólk skuli hugsa svona og geti ekki látið hlutina í friði,“ segir Soffía. Þið hafið ekkert heyrt meira um blómaþjófana eftir að þið greinduð frá þessu? „Það kemur bara í ljós. Við ætlum bara að halda því fyrir okkur og þá mundum við kannski bara tala við viðkomandi ef þetta er einhver sem fólk kannast við úr nærumhverfinu,“ sagði Soffía. Hortensíur hverfa sporlaust Forsvarsmenn ForsetansCafé eru þó ekki þeir einu sem hafa lent í því að blómapottum er hnuplað. Hannes Björnsson, íbúi í Miðbænum, greindi frá því í færslu á hópnum 21. júní að tvær hortensíur hefðu horfið fyrir utan Bergstaðastræti 14 á milli hálf sex og hálf sjö á miðvikudag. Þær hafi kostað sitt í Gróðrastöðinni Mörk og upplýsingar væru vel þegnar. Við færsluna skrifar Guðbjörg Lilja Pétursdóttir „Ég lenti í þessu er á Skólavörðustíg, er löngu hætt að gera fínt við gangstéttina fékk aldrei frið með blómin.“ Myndir frá því fyrir og eftir að hortensíum var stolið fyrir framan inngang á Bergstaðastræti 14,Facebook/Skjáskot Sunnudaginn 18. júní birti Hanna G. Sigurðardóttir, fyrrverandi útvarpskona, einnig færslu um hortensíuhvarf. „Það var dapurlegt að koma út um fjögurleytið í dag og sjá að búið var að fjarlægja fallegu hortensíuna sem komið var fyrir í potti fyrir utan húsið okkar að Óðinsgötu 6 aðeins nokkrum dögum áður. Þarna virðist hafa verið einbeittur brotavilji því þetta lítur út eins og notuð hafi verið skófla,“ skrifaði Hanna í færslunni. Þá óskaði hún eftir upplýsingum um stuldinn og hvort fólk hafi séð til hortensíunnar eða þjófsins. Hortensía horfin. Við færslu Hönnu skrifaði Erik Hirt að fyrir nokkrum árum hafi maður keyrt um á pickup-bíl og stolið sumarblómum og nýgróðursettum trjám, meðal annars kirsuberjaréi. Erik segist ekki muna hvort sá aðili náðist en það gæti verið „eitthvað svipað í gangi núna“. Hann bætti við að hortensíur væru ekki ódýrar, kostuðu á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Það virðist þó ekki bara vera að blómapottar hverfi í Miðborginni heldur birtast þeir einnig fyrirvaralaust. Arnheiður Bjarnadóttir birti mynd í íbúahópinn af stjúpum í blómapotti og skrifar við hana „Er einhver sem saknar blómapotts?“ Í pottinum sem birtist fyrirvaralaust voru gular og fjólubláar stjúpur.Facebook/Skjáskot Reykjavík Blóm Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur þrisvar sinnum birst færsla á íbúahóp Miðborgar á Facebook um að blómapottum hafi verið stolið. Í ummælum við færslurnar kannast enn fleiri við að hafa lent í blómastuldi og reyndar líka stuldi á enn fleiri hlutum. Þá vekur sérstaka athygli hve oft hortensíum var stolið en þær kosta á bilinu 3.500 til átta þúsund krónur í blómabúðum. Kipptu monsteru með sér Á fimmtudaginn deildi veitingastaðurinn ForsetinnCafé myndum úr eftirlitsmyndavélum af fólki sem gekk fram hjá staðnum um miðja nótt og tóku með sér monsteru í potti. Við færsluna stóð „Þurfum við virkilega að tæma útisvæðið okkar vegna svona vitleysinga. Erum að reyna að lífga upp á miðbæinn. Er ekki á vegum borgarinnar!“ Daginn eftir deildu forsvarsmenn færslunni og óskuðu eftir upplýsingum um þjófana. Hér fyrir neðan má sjá myndir af fólkinu fyrir og eftir stuldinn (ef maður rennir strikinu til hliðar). Vísir ræddi við Soffíu Böðvarsdóttur, eiganda ForsetansCafé, sem sagði þetta vera annað skiptið sem blómapottar eru fjarlægðir fyrir utan staðinn. „Í fyrra skiptið var farið klukkan hálf þrjú um nótt og einn pottur tekinn og settur í stigaganginn á næsta veitingastað. Það var nágranni okkar sem sagði að blómið væri þar. Við gátum þá tekið það til baka,“ sagði Soffía. „Svo kom þetta fólk og ákvað að taka báða pottana,“ sagði hún og bætti við „fólk er labbandi um bæinn eftir djammið og finnst þetta eitthvað voða sniðugt. Ég skil það þannig.“ Lítil verðmæti en kostar tíma og vinnu Soffía segir að þó um sé að ræða lítil verðmæti þá kosti það tíma, vinnu og pening að standa í því að fegra umhverfi sitt og það sé leiðinlegt að fólk geti ekki látið hlutina í friði. „Ég er búin að kaupa tvo blómapotta og allt skiptir nú máli í rekstri þó fólk átti sig kannski ekki á því. Maður er búinn að hafa fyrir því að kaupa þetta og setja þarna út til að fegra umhverfið á okkar stutta sumri hérna heima og manni finnst leiðinlegt að þetta skuli vera í gangi,“ segir Soffía. Búið er að má burt andlit þjófanna að beiðni eiganda ForsetansCafé. Einn þeirra heldur á monsteru en að sögn Soffíu tóku þau tvo potta.Aðsent „Ég sá á viðbrögðunum hjá mér að þetta er ekki bara hjá okkur. Þetta er eitthvað sem virðist vera mjög algengt hérna niðri í bæ, að eyðileggja fyrir fólki,“ segir hún. En við færsluna skrifaði kona nokkur að hún hefði lent í því daginn áður að blómapotti hefði verið stolið fyrir utan húsið hennar um miðjan dag. „Svo finnst manni mjög leiðinlegt að fólk skuli hugsa svona og geti ekki látið hlutina í friði,“ segir Soffía. Þið hafið ekkert heyrt meira um blómaþjófana eftir að þið greinduð frá þessu? „Það kemur bara í ljós. Við ætlum bara að halda því fyrir okkur og þá mundum við kannski bara tala við viðkomandi ef þetta er einhver sem fólk kannast við úr nærumhverfinu,“ sagði Soffía. Hortensíur hverfa sporlaust Forsvarsmenn ForsetansCafé eru þó ekki þeir einu sem hafa lent í því að blómapottum er hnuplað. Hannes Björnsson, íbúi í Miðbænum, greindi frá því í færslu á hópnum 21. júní að tvær hortensíur hefðu horfið fyrir utan Bergstaðastræti 14 á milli hálf sex og hálf sjö á miðvikudag. Þær hafi kostað sitt í Gróðrastöðinni Mörk og upplýsingar væru vel þegnar. Við færsluna skrifar Guðbjörg Lilja Pétursdóttir „Ég lenti í þessu er á Skólavörðustíg, er löngu hætt að gera fínt við gangstéttina fékk aldrei frið með blómin.“ Myndir frá því fyrir og eftir að hortensíum var stolið fyrir framan inngang á Bergstaðastræti 14,Facebook/Skjáskot Sunnudaginn 18. júní birti Hanna G. Sigurðardóttir, fyrrverandi útvarpskona, einnig færslu um hortensíuhvarf. „Það var dapurlegt að koma út um fjögurleytið í dag og sjá að búið var að fjarlægja fallegu hortensíuna sem komið var fyrir í potti fyrir utan húsið okkar að Óðinsgötu 6 aðeins nokkrum dögum áður. Þarna virðist hafa verið einbeittur brotavilji því þetta lítur út eins og notuð hafi verið skófla,“ skrifaði Hanna í færslunni. Þá óskaði hún eftir upplýsingum um stuldinn og hvort fólk hafi séð til hortensíunnar eða þjófsins. Hortensía horfin. Við færslu Hönnu skrifaði Erik Hirt að fyrir nokkrum árum hafi maður keyrt um á pickup-bíl og stolið sumarblómum og nýgróðursettum trjám, meðal annars kirsuberjaréi. Erik segist ekki muna hvort sá aðili náðist en það gæti verið „eitthvað svipað í gangi núna“. Hann bætti við að hortensíur væru ekki ódýrar, kostuðu á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Það virðist þó ekki bara vera að blómapottar hverfi í Miðborginni heldur birtast þeir einnig fyrirvaralaust. Arnheiður Bjarnadóttir birti mynd í íbúahópinn af stjúpum í blómapotti og skrifar við hana „Er einhver sem saknar blómapotts?“ Í pottinum sem birtist fyrirvaralaust voru gular og fjólubláar stjúpur.Facebook/Skjáskot
Reykjavík Blóm Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira