Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2023 09:54 Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá hjá fyrirhuguðu stíflustæði Hvammsvirkjunar. Sigurjón Ólason Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í síðustu viku, daginn eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði samþykkt framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar með fjórum atkvæðum gegn einu, þrátt fyrir að sjá lítinn hag fyrir nærsamfélagið. Í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, að Hvammsvirkjun sé stærsta virkjunarframkvæmd sem fyrirhuguð sé í byggð á Íslandi. „Sveitarfélagið okkar hefur engar tekjur af framkvæmdinni, engin fasteignagjöld og það eru engin störf sem verða til til framtíðar,“ segir Haraldur. Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Sveitarstjórnin hyggst ekki sætta sig við óbreytt ástand. „Við tókum þá ákvörðun að fleiri orkumannvirki verða ekki byggð meðan staðan er svona.“ Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver ofan Búrfells, var færður í nýtingarflokk rammaáætlunar í fyrra, en þar sá Landsvirkjun fram á samrekstur með vatnsaflsstöðvum og að nýta innviði á svæðinu. Þannig eru allar háspennulínur til staðar til að flytja orkuna til notenda. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að Búrfellslundur framleiði um 440 gígavattstundir á ári miðað við þrjátíu vindmyllur. Í Hvammsvirkjun er fyrirhugað að framleiða um 720 gígavattstundir á ári. Með því að nýta sér lagaheimild sem í reynd setur Búrfellslund í biðflokk sendir sveitarstjórnin þau skilaboð að hún treysti ekki ríkisstjórninni. Tvær vindmyllur framleiða núna orku norðan Búrfells.Skjáskot/Stöð 2 „Fögur fyrirheit um einhverskonar breytingar sem nú er búið að boða. Ég held að menn verði nú að hugsa aftur til Blönduvirkjunar 1991 og þau fögru fyrirheit sem komu um atvinnuuppbyggingu þar. Menn eru ennþá að bíða. Við einfaldlega erum að segja: Þetta þjónar ekki hagsmunum okkar þegar okkar tekjustofnar eru undanþegnir.“ -Þetta er sem sagt þvingunaraðgerð? „Þetta er bara mjög skynsamleg aðgerð gagnvart nærumhverfinu; að byggja upp atvinnu sem sannarlega eflir nærsamfélagð,“ svarar oddvitinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í síðustu viku. Daginn eftir var virkjunarleyfi fellt úr gildi.Sigurjón Ólason Landsvirkjun segir mögulega seinkun á Hvammsvirkjun slæmar fréttir þegar skortur á endurnýjanlegri orku sé fyrirsjáanlegur á næstu árum. Litlar líkur virðast á að hægt verði að bjarga málum með því að reisa vindorkuver í staðinn á svæðinu. -En hvað þarf að gerast til að þið samþykkið vindmyllugarð við Búrfell? „Við þurfum bara að sjá skýra lagaumgjörð sem gerir þetta sanngjarnt, gagnvart bæði þeim sem eru með þetta í nærumhverfinu sínu og notandanum,“ svarar Haraldur Þór Jónsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Lax Stangveiði Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í síðustu viku, daginn eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði samþykkt framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar með fjórum atkvæðum gegn einu, þrátt fyrir að sjá lítinn hag fyrir nærsamfélagið. Í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, að Hvammsvirkjun sé stærsta virkjunarframkvæmd sem fyrirhuguð sé í byggð á Íslandi. „Sveitarfélagið okkar hefur engar tekjur af framkvæmdinni, engin fasteignagjöld og það eru engin störf sem verða til til framtíðar,“ segir Haraldur. Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Sveitarstjórnin hyggst ekki sætta sig við óbreytt ástand. „Við tókum þá ákvörðun að fleiri orkumannvirki verða ekki byggð meðan staðan er svona.“ Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver ofan Búrfells, var færður í nýtingarflokk rammaáætlunar í fyrra, en þar sá Landsvirkjun fram á samrekstur með vatnsaflsstöðvum og að nýta innviði á svæðinu. Þannig eru allar háspennulínur til staðar til að flytja orkuna til notenda. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að Búrfellslundur framleiði um 440 gígavattstundir á ári miðað við þrjátíu vindmyllur. Í Hvammsvirkjun er fyrirhugað að framleiða um 720 gígavattstundir á ári. Með því að nýta sér lagaheimild sem í reynd setur Búrfellslund í biðflokk sendir sveitarstjórnin þau skilaboð að hún treysti ekki ríkisstjórninni. Tvær vindmyllur framleiða núna orku norðan Búrfells.Skjáskot/Stöð 2 „Fögur fyrirheit um einhverskonar breytingar sem nú er búið að boða. Ég held að menn verði nú að hugsa aftur til Blönduvirkjunar 1991 og þau fögru fyrirheit sem komu um atvinnuuppbyggingu þar. Menn eru ennþá að bíða. Við einfaldlega erum að segja: Þetta þjónar ekki hagsmunum okkar þegar okkar tekjustofnar eru undanþegnir.“ -Þetta er sem sagt þvingunaraðgerð? „Þetta er bara mjög skynsamleg aðgerð gagnvart nærumhverfinu; að byggja upp atvinnu sem sannarlega eflir nærsamfélagð,“ svarar oddvitinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í síðustu viku. Daginn eftir var virkjunarleyfi fellt úr gildi.Sigurjón Ólason Landsvirkjun segir mögulega seinkun á Hvammsvirkjun slæmar fréttir þegar skortur á endurnýjanlegri orku sé fyrirsjáanlegur á næstu árum. Litlar líkur virðast á að hægt verði að bjarga málum með því að reisa vindorkuver í staðinn á svæðinu. -En hvað þarf að gerast til að þið samþykkið vindmyllugarð við Búrfell? „Við þurfum bara að sjá skýra lagaumgjörð sem gerir þetta sanngjarnt, gagnvart bæði þeim sem eru með þetta í nærumhverfinu sínu og notandanum,“ svarar Haraldur Þór Jónsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Lax Stangveiði Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12