„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 07:45 Formaður Dýrfinnu hvetur fólk í leit að gæludýrum á heimilið til þess að ættleiða eldri dýr. Dýraathvörf eru full af dýrum sem vantar ný heimili. Vísir/Vilhelm Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. „Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“ Gæludýr Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“
Gæludýr Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent