Biðleikur hafinn í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 12:02 Jón Ólafsson, prófessor, segir atburði gærdagsins sýna fram á óöryggi æðstu ráðamanna í Rússlandi. Vísir/Arnar Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira