„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 23:51 Rigning í Skerjafirði. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. „Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“ Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Sjá meira
„Það er lægð sem kom upp að landinu sunnanverðu landinu í dag og miðjan er beint yfir okkur núna. Hún fer svo aðeins vestur af í landinu í nótt og ætlar svo að hringsóla svolítið í kringum okkur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Úrkomuminna verði á morgun en svo komi aftur úrkomusvæði á þriðjudaginn með nokkuð hvössum vindi líkt og gular viðvaranir Suðurlandi og Suðausturlandi eru til vitnis um. Það úrkomusvæði verði áfram viðloðandi á miðvikudaginn og mögulegt að það róist seint undir næstu helgi á sunnanverðu landinu. Áfram verði þó úrkoma viðloðandi norðantil. „Þannig að það er svolítið blaut vika fram undan á öllu landinu eins og það lítur út núna og það verður enginn landshluti sem sleppur endilega mikið meira en aðrir.“ Ekki mikið að fá fyrir sólþyrstan landann Eiríkur Örn segist gera sér grein fyrir því að þessar fregnir fari ekki endilega vel í sólþyrsta landsmenn nú undir lok júnímánaðar. „Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir en það er víst ekki þannig hjá mér núna.“ Hann bætir við að líkur séu á því að næsta lægð komi svo að landinu undir næstu helgi sem gæti því einnig verið nokkuð grá. „Seinni hluti fimmtudags og svo föstudagurinn gæti verið kannski ekki mjög sólríkur en að mestu leyti þurr eins og það lítur út núna. Svo er næsta lægð á laugardaginn.“ Hitastig verði svipað næstu daga og hefur verið þessa helgi, það er um 8 til 13 gráður á höfuðborgarsvæðinu en um 15 til 18 hér og þar á landinu eftir því hvernig vindurinn blæs. „Það verða enginn sérstök hlýindi nema hér og þar í smá tíma.“
Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Sjá meira