Enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 09:01 Trent Alexander-Arnold er í 25. sætinu á listanum hjá Transfermarkt. Getty/Catherine Ivill Það er örugglega enginn hissa á því að Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sé langverðmætasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir magnað fyrsta tímabil hans með Manchester City. Óvæntara er kannski verðmæti leikmanna Jurgen Klopp hjá Liverpool. Það sést kannski á verðmati leikmanna í dag af hverju Liverpool liðið var aldrei með í meistarabaráttunni á þessu tímabili og missti á endanum af Meistaradeildarsæti. Félagsskiptavefurinn Transfermarkt hefur tekið saman verðmæti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og sett saman topp þrjátíu manna lista. Manchester City og Arsenal eiga marga fulltrúa meðal þeirra fjórtán efstu og þar eru einnig leikmann frá West Ham, Tottenham. Chelsea, Manchetser United og meira að segja Brighton. Það er hins vegar enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra fjórtán verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Verðmætasti leikmaður Liverpool í dag er Luis Diaz sem er metinn á 75 milljónir evra. Hann er í fimmtánda sæti á lista Transfermarkt. Diaz er líka eini leikmaður Liverpool meðal þeirra tuttugu efstu. Næstu á eftir Diaz er síðan Darwin Núñez í 23. sæti og eftir honum koma síðan nýi leikmaðurinn Alexis Mac Allister (24. sæti), Trent Alexander-Arnold (25. sæti) og Mohamed Salah (26. sæti). Erling Braut Haaland er metinn á 180 miljónir evra en næstur á eftir honum er Arsenal maðurinn Bukayo Saka sem er metinn á 120 milljónir evra. Þriðji er síðan liðsfélagi Haaland hjá Manchester City en Phil Foden er metinn á 110 milljónir evra. Á topp tíu eru einnig Arsenal mennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli sem og Declan Rice hjá West Ham, Harry Kane hjá Tottenham, Enzo Fernandes hjá Chelsea og Marcus Rashford hjá Manchester United. Manchester City á alls sjö leikmenn á topp tutugu því auk Haaland og Foden eru þar einnig Rodri (6. sæti), Rúben Dias (11. sæti), Bernardo Silva (12. sæti), Jack Grealish (16. sæti) og Kevin De Bruyne (20. sæti). Það má sjá allan listann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Óvæntara er kannski verðmæti leikmanna Jurgen Klopp hjá Liverpool. Það sést kannski á verðmati leikmanna í dag af hverju Liverpool liðið var aldrei með í meistarabaráttunni á þessu tímabili og missti á endanum af Meistaradeildarsæti. Félagsskiptavefurinn Transfermarkt hefur tekið saman verðmæti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og sett saman topp þrjátíu manna lista. Manchester City og Arsenal eiga marga fulltrúa meðal þeirra fjórtán efstu og þar eru einnig leikmann frá West Ham, Tottenham. Chelsea, Manchetser United og meira að segja Brighton. Það er hins vegar enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra fjórtán verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Verðmætasti leikmaður Liverpool í dag er Luis Diaz sem er metinn á 75 milljónir evra. Hann er í fimmtánda sæti á lista Transfermarkt. Diaz er líka eini leikmaður Liverpool meðal þeirra tuttugu efstu. Næstu á eftir Diaz er síðan Darwin Núñez í 23. sæti og eftir honum koma síðan nýi leikmaðurinn Alexis Mac Allister (24. sæti), Trent Alexander-Arnold (25. sæti) og Mohamed Salah (26. sæti). Erling Braut Haaland er metinn á 180 miljónir evra en næstur á eftir honum er Arsenal maðurinn Bukayo Saka sem er metinn á 120 milljónir evra. Þriðji er síðan liðsfélagi Haaland hjá Manchester City en Phil Foden er metinn á 110 milljónir evra. Á topp tíu eru einnig Arsenal mennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli sem og Declan Rice hjá West Ham, Harry Kane hjá Tottenham, Enzo Fernandes hjá Chelsea og Marcus Rashford hjá Manchester United. Manchester City á alls sjö leikmenn á topp tutugu því auk Haaland og Foden eru þar einnig Rodri (6. sæti), Rúben Dias (11. sæti), Bernardo Silva (12. sæti), Jack Grealish (16. sæti) og Kevin De Bruyne (20. sæti). Það má sjá allan listann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira