Enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 09:01 Trent Alexander-Arnold er í 25. sætinu á listanum hjá Transfermarkt. Getty/Catherine Ivill Það er örugglega enginn hissa á því að Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sé langverðmætasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir magnað fyrsta tímabil hans með Manchester City. Óvæntara er kannski verðmæti leikmanna Jurgen Klopp hjá Liverpool. Það sést kannski á verðmati leikmanna í dag af hverju Liverpool liðið var aldrei með í meistarabaráttunni á þessu tímabili og missti á endanum af Meistaradeildarsæti. Félagsskiptavefurinn Transfermarkt hefur tekið saman verðmæti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og sett saman topp þrjátíu manna lista. Manchester City og Arsenal eiga marga fulltrúa meðal þeirra fjórtán efstu og þar eru einnig leikmann frá West Ham, Tottenham. Chelsea, Manchetser United og meira að segja Brighton. Það er hins vegar enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra fjórtán verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Verðmætasti leikmaður Liverpool í dag er Luis Diaz sem er metinn á 75 milljónir evra. Hann er í fimmtánda sæti á lista Transfermarkt. Diaz er líka eini leikmaður Liverpool meðal þeirra tuttugu efstu. Næstu á eftir Diaz er síðan Darwin Núñez í 23. sæti og eftir honum koma síðan nýi leikmaðurinn Alexis Mac Allister (24. sæti), Trent Alexander-Arnold (25. sæti) og Mohamed Salah (26. sæti). Erling Braut Haaland er metinn á 180 miljónir evra en næstur á eftir honum er Arsenal maðurinn Bukayo Saka sem er metinn á 120 milljónir evra. Þriðji er síðan liðsfélagi Haaland hjá Manchester City en Phil Foden er metinn á 110 milljónir evra. Á topp tíu eru einnig Arsenal mennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli sem og Declan Rice hjá West Ham, Harry Kane hjá Tottenham, Enzo Fernandes hjá Chelsea og Marcus Rashford hjá Manchester United. Manchester City á alls sjö leikmenn á topp tutugu því auk Haaland og Foden eru þar einnig Rodri (6. sæti), Rúben Dias (11. sæti), Bernardo Silva (12. sæti), Jack Grealish (16. sæti) og Kevin De Bruyne (20. sæti). Það má sjá allan listann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Enski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Óvæntara er kannski verðmæti leikmanna Jurgen Klopp hjá Liverpool. Það sést kannski á verðmati leikmanna í dag af hverju Liverpool liðið var aldrei með í meistarabaráttunni á þessu tímabili og missti á endanum af Meistaradeildarsæti. Félagsskiptavefurinn Transfermarkt hefur tekið saman verðmæti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og sett saman topp þrjátíu manna lista. Manchester City og Arsenal eiga marga fulltrúa meðal þeirra fjórtán efstu og þar eru einnig leikmann frá West Ham, Tottenham. Chelsea, Manchetser United og meira að segja Brighton. Það er hins vegar enginn leikmaður Liverpool meðal þeirra fjórtán verðmætustu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Verðmætasti leikmaður Liverpool í dag er Luis Diaz sem er metinn á 75 milljónir evra. Hann er í fimmtánda sæti á lista Transfermarkt. Diaz er líka eini leikmaður Liverpool meðal þeirra tuttugu efstu. Næstu á eftir Diaz er síðan Darwin Núñez í 23. sæti og eftir honum koma síðan nýi leikmaðurinn Alexis Mac Allister (24. sæti), Trent Alexander-Arnold (25. sæti) og Mohamed Salah (26. sæti). Erling Braut Haaland er metinn á 180 miljónir evra en næstur á eftir honum er Arsenal maðurinn Bukayo Saka sem er metinn á 120 milljónir evra. Þriðji er síðan liðsfélagi Haaland hjá Manchester City en Phil Foden er metinn á 110 milljónir evra. Á topp tíu eru einnig Arsenal mennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli sem og Declan Rice hjá West Ham, Harry Kane hjá Tottenham, Enzo Fernandes hjá Chelsea og Marcus Rashford hjá Manchester United. Manchester City á alls sjö leikmenn á topp tutugu því auk Haaland og Foden eru þar einnig Rodri (6. sæti), Rúben Dias (11. sæti), Bernardo Silva (12. sæti), Jack Grealish (16. sæti) og Kevin De Bruyne (20. sæti). Það má sjá allan listann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Enski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira