Gylfi gæti orðið liðsfélagi Guðlaugs Victors | Liðið lætur rannsaka bakgrunn Gylfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 15:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn undanfarnar vikur og mánuði. Nú fullyrða einhverjir að Gylfi sé í viðræðum við DC United í bandarísku MLS-deildinni. Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira