Við vorum bara pollar með enga reynslu Íris Hauksdóttir skrifar 28. júní 2023 10:11 Ásgeir Sigurðsson er einn yngsti framleiðandi og leikstjóri landsins en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Harm, á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til Edduverðlaunanna. Næstu verkefni Ásgeirs eru ekki síður spennandi. „Það er erfitt að vera ungur og finnast maður ekki fá traust eða viðurkenningu innan akademíunnar,“ viðurkennir Ásgeir. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann einbeitt sér að ferli innan kvikmyndanna en hann hóf feril sinn strax í Borgarholtsskóla þar sem hann lagði áherslu á kvikmyndagerð. Nú á öllum stærstu streymisveitum Ásgeir, ásamt vini sínum, Antoni Karli Kristjánssyni framleiddu sjálfir kvikmyndina Harm sem verður að teljast fátítt fyrir unga og reynslulitla menn. „Við vorum búnir að reyna að gauka hugmyndinni að stóru fyrirtækjunum en það strandaði á því að við vorum bara litlir pollar með enga reynslu. Útkoman heppnaðist svo vel að Sambíóin tóku myndina í dreifingu og síðan þá hefur hún verið keypt af amerískum söluaðillum og er nú fáanleg á AppleTV á öllum stærstu streymisveitunum.“ Boltinn fór að rúlla Eftir Edduverðlauna-tilnefninguna fór boltinn þó að rúlla og stofnuðu þeir félagar í kjölfarið fyrirtækið LJÓS films. Þeim hefur nú, ári síðar, tekist að landa samstarfi við Sjónvarp Símans Premium sem mun framleiða sjónvarpsþáttaseríuna Gesti sem koma út í byrjun næsta árs. Upptökur hefjast í ágúst og segist Ásgeir gríðarlega spenntur fyrir verkefninu. Ásgeir og Diljá fara með burðarhlutverkin í sjónvarpsþáttaröðinni Gestir.Vísir/Vilhelm „Mig langar að einblína á efni fyrir yngri kynslóðir,“ segir Ásgeir en hann er á sínu 23. aldursári. Body Switch Comedy Þættirnir eru fyrstir sinnar tegundar hér á landi eða Body Switch Comedy eins og myndin Freaky Friday þar sem að aðalhetjur sögunnar víxla um líkama í sérkennilegum aðstæðum. Þættirnir fjalla um Adam og Eydísi sem standa bæði á krossgötum í lífinu. Þau hittast í gegnum stefnumótaforrit og eiga saman næturgaman. Morguninn eftir vakna þau hvort í líkama hins og þurfa að finna leið til þess að skipta aftur til baka. „Mér hefur alltaf fundist þetta þema vannýtt. Mig langar að rýna í samfélagsleg vandamál í gegnum það.“ Erfitt fyrir ungt fólk að koma rödd sinni á framfæri Eins og nafnið gefur til kynna var kvikmyndin Harmur byggð á þungu umfjöllunarefni en að þessu sinni vildi Ásgeir færa sig yfir í léttara efni. Ásgeir vildi færa sig yfir í léttara eftir eftir gott gengi á kvikmyndinni Harmur.Vísir/Vilhelm „Það er erfitt fyrir ungt fólk í þessum bransa að koma rödd sinni á framfæri svo tekið sé mark á en Harmur hjálpaði okkur. Nú langar mig að koma með efni sem yngri kynslóðin tengir við og segja henni að það sé verið að hlusta. Ef þú vilt gera góða hluti er allt hægt. Það er enginn skyldugur að hlusta á fordómana sem ríkja í samfélaginu. Þættirnir eru samfélagsádeila og koma með nýjan vinkil á grínið því þó þetta sé gamanmál væri algjör sigur fyrir mig ef ég fengi fólk ekki bara til að brosa heldur gráta líka. Þeir munu nefnilega koma á óvart og ég er viss um að áhorfendur eigi eftir að fíla þá í botn.“ Hún hefur þetta starpower Áheyrendaprufurnar fóru fram um páskana og reyndist erfitt að finna leikkonu í burðarhlutverkið. Ásgeir segir mikla ádeilu í þáttunum Gestir sem hann leikstýrir og framleiðir.Vísir/Vilhelm „Við vildum hafa hana skemmtilega öðruvísi. Kvöld eitt fékk ég svo símtal frá vini mínum sem var að vinna við Eurovision þættina. Ljósmyndari hafði forfallast og hann bað mig að stökkva inn. Ég hafði aldrei gert slíkt áður en mætti og reddaði þessu. Þar hitti ég Diljá Pétursdóttur í fyrsta sinn. Eftir því sem við spjölluðum meira fann ég að hún var leikkonan sem við vorum að leita að. Hún hefur þetta starpower. Það ljómar hreinlega allt í kringum hana en ég vissi ekki hvort hún hefði áhuga á leiklist. Við buðum henni að koma í prufur þar sem hún hélt áfram að heilla okkur og það er greinilegt að allt sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún af fullum krafti sem er ástæða þess að hún er á þeim stað sem hún er í dag.“ Syngjandi athyglissjúk allt sitt líf „Æj Ásgeir besti,“ segir Diljá sem fram að þessu hefur hlustað með bros á vör. Hún tekur nú við. „Ég er búin að vera syngjandi athyglissjúk allt mitt líf og hef alltaf stefnt á að verða leikkona. Ég fór í allar prufur sem ég gat þegar ég var barn og var meðal annars í Óvitunum sem settir voru upp í Þjóðleikhúsinu 2013. Diljá segist hafa verið syngjandi athyglissjúk frá unga aldri.Vísir/Vilhelm Ég lék líka í sýningum í Gaflaraleikhúsinu sem unglingur og í Versló var ég alltaf að leika. Ég er búin að prófa að sækja um í LHÍ og mun halda því áfram þangað til sá draumur rætist. Stór orð en mér líður þannig. Það var því draumi líkast að fá boð í þessar prufur og mér líst rosalega vel á þetta. Ég æfði mig mikið og fékk gagnleg ráð frá Kötlu Njálsdóttur sem er leikkona og góð vinkona mín. Við Ásgeir smullum strax vel saman og ég hef miklar væntingar enda mun ég leggja mig 150% fram. Miðað við handritið geta áhorfendur beðið með mikilli eftirvæntingu.“ Önnur kvikmynd í bígerð Spurður hvað sé fleira framundan nefnir Ásgeir aðra kvikmynd sem sé í bígerð. „Það er gaman að segja frá því að hún fjallar um poppstjörnu sem er fyndin samhljómur við Diljá. Ég leik sjálfur aðalhlutverkið í þeirri mynd en hún nefnist Öldur. Tökur hefjast á næsta ári en þangað til stefnum við á Gesti. Þær Arndís Hrönn Egilsdóttir og Unnur Backman eru einnig komnar um borð í það verkefni svo það er óhætt að segja spennandi tíma framundan,“ segir Ásgeir að lokum. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Það er erfitt að vera ungur og finnast maður ekki fá traust eða viðurkenningu innan akademíunnar,“ viðurkennir Ásgeir. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann einbeitt sér að ferli innan kvikmyndanna en hann hóf feril sinn strax í Borgarholtsskóla þar sem hann lagði áherslu á kvikmyndagerð. Nú á öllum stærstu streymisveitum Ásgeir, ásamt vini sínum, Antoni Karli Kristjánssyni framleiddu sjálfir kvikmyndina Harm sem verður að teljast fátítt fyrir unga og reynslulitla menn. „Við vorum búnir að reyna að gauka hugmyndinni að stóru fyrirtækjunum en það strandaði á því að við vorum bara litlir pollar með enga reynslu. Útkoman heppnaðist svo vel að Sambíóin tóku myndina í dreifingu og síðan þá hefur hún verið keypt af amerískum söluaðillum og er nú fáanleg á AppleTV á öllum stærstu streymisveitunum.“ Boltinn fór að rúlla Eftir Edduverðlauna-tilnefninguna fór boltinn þó að rúlla og stofnuðu þeir félagar í kjölfarið fyrirtækið LJÓS films. Þeim hefur nú, ári síðar, tekist að landa samstarfi við Sjónvarp Símans Premium sem mun framleiða sjónvarpsþáttaseríuna Gesti sem koma út í byrjun næsta árs. Upptökur hefjast í ágúst og segist Ásgeir gríðarlega spenntur fyrir verkefninu. Ásgeir og Diljá fara með burðarhlutverkin í sjónvarpsþáttaröðinni Gestir.Vísir/Vilhelm „Mig langar að einblína á efni fyrir yngri kynslóðir,“ segir Ásgeir en hann er á sínu 23. aldursári. Body Switch Comedy Þættirnir eru fyrstir sinnar tegundar hér á landi eða Body Switch Comedy eins og myndin Freaky Friday þar sem að aðalhetjur sögunnar víxla um líkama í sérkennilegum aðstæðum. Þættirnir fjalla um Adam og Eydísi sem standa bæði á krossgötum í lífinu. Þau hittast í gegnum stefnumótaforrit og eiga saman næturgaman. Morguninn eftir vakna þau hvort í líkama hins og þurfa að finna leið til þess að skipta aftur til baka. „Mér hefur alltaf fundist þetta þema vannýtt. Mig langar að rýna í samfélagsleg vandamál í gegnum það.“ Erfitt fyrir ungt fólk að koma rödd sinni á framfæri Eins og nafnið gefur til kynna var kvikmyndin Harmur byggð á þungu umfjöllunarefni en að þessu sinni vildi Ásgeir færa sig yfir í léttara efni. Ásgeir vildi færa sig yfir í léttara eftir eftir gott gengi á kvikmyndinni Harmur.Vísir/Vilhelm „Það er erfitt fyrir ungt fólk í þessum bransa að koma rödd sinni á framfæri svo tekið sé mark á en Harmur hjálpaði okkur. Nú langar mig að koma með efni sem yngri kynslóðin tengir við og segja henni að það sé verið að hlusta. Ef þú vilt gera góða hluti er allt hægt. Það er enginn skyldugur að hlusta á fordómana sem ríkja í samfélaginu. Þættirnir eru samfélagsádeila og koma með nýjan vinkil á grínið því þó þetta sé gamanmál væri algjör sigur fyrir mig ef ég fengi fólk ekki bara til að brosa heldur gráta líka. Þeir munu nefnilega koma á óvart og ég er viss um að áhorfendur eigi eftir að fíla þá í botn.“ Hún hefur þetta starpower Áheyrendaprufurnar fóru fram um páskana og reyndist erfitt að finna leikkonu í burðarhlutverkið. Ásgeir segir mikla ádeilu í þáttunum Gestir sem hann leikstýrir og framleiðir.Vísir/Vilhelm „Við vildum hafa hana skemmtilega öðruvísi. Kvöld eitt fékk ég svo símtal frá vini mínum sem var að vinna við Eurovision þættina. Ljósmyndari hafði forfallast og hann bað mig að stökkva inn. Ég hafði aldrei gert slíkt áður en mætti og reddaði þessu. Þar hitti ég Diljá Pétursdóttur í fyrsta sinn. Eftir því sem við spjölluðum meira fann ég að hún var leikkonan sem við vorum að leita að. Hún hefur þetta starpower. Það ljómar hreinlega allt í kringum hana en ég vissi ekki hvort hún hefði áhuga á leiklist. Við buðum henni að koma í prufur þar sem hún hélt áfram að heilla okkur og það er greinilegt að allt sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún af fullum krafti sem er ástæða þess að hún er á þeim stað sem hún er í dag.“ Syngjandi athyglissjúk allt sitt líf „Æj Ásgeir besti,“ segir Diljá sem fram að þessu hefur hlustað með bros á vör. Hún tekur nú við. „Ég er búin að vera syngjandi athyglissjúk allt mitt líf og hef alltaf stefnt á að verða leikkona. Ég fór í allar prufur sem ég gat þegar ég var barn og var meðal annars í Óvitunum sem settir voru upp í Þjóðleikhúsinu 2013. Diljá segist hafa verið syngjandi athyglissjúk frá unga aldri.Vísir/Vilhelm Ég lék líka í sýningum í Gaflaraleikhúsinu sem unglingur og í Versló var ég alltaf að leika. Ég er búin að prófa að sækja um í LHÍ og mun halda því áfram þangað til sá draumur rætist. Stór orð en mér líður þannig. Það var því draumi líkast að fá boð í þessar prufur og mér líst rosalega vel á þetta. Ég æfði mig mikið og fékk gagnleg ráð frá Kötlu Njálsdóttur sem er leikkona og góð vinkona mín. Við Ásgeir smullum strax vel saman og ég hef miklar væntingar enda mun ég leggja mig 150% fram. Miðað við handritið geta áhorfendur beðið með mikilli eftirvæntingu.“ Önnur kvikmynd í bígerð Spurður hvað sé fleira framundan nefnir Ásgeir aðra kvikmynd sem sé í bígerð. „Það er gaman að segja frá því að hún fjallar um poppstjörnu sem er fyndin samhljómur við Diljá. Ég leik sjálfur aðalhlutverkið í þeirri mynd en hún nefnist Öldur. Tökur hefjast á næsta ári en þangað til stefnum við á Gesti. Þær Arndís Hrönn Egilsdóttir og Unnur Backman eru einnig komnar um borð í það verkefni svo það er óhætt að segja spennandi tíma framundan,“ segir Ásgeir að lokum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira