Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 11:49 Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn hjá Thomas. Lögregla í Danmörku Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira