Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 11:49 Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn hjá Thomas. Lögregla í Danmörku Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira