Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 17:46 Viktor Karl Einarsson man vel eftir rimmunni við Buducnost í fyrra. Samsett/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira