Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 15:43 Norski olíuborpallurinn Sleipnir. Leyfin sem voru veitt í gær voru bæði fyrir stækkun núverandi olíusvæða og fyrir vinnslu á nýjum svæðum í Norðursjó og Noregshafi. Vísir/EPA Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46